Fjóla Þorsteinsdóttir, safnvörður og íþróttaþjálfari á Fáskrúðfirði hefur staðið fyrir skemmtilegu framtaki á facebook undanfarið sem hún kallar hreyfidaga. Þar býður hún fólki að skrá hreyfingu dagsins á sinn vegg.
Eldri borgarar í Fjarðabyggð og á Djúpavogi leggja á miðvikudag af stað í áheitagöngu sem farin verður frá Dalatanga í norðri til Þvottárskriða í suðri. Einn forsvarsmanna göngunnar segir hana bæði farna í heilsueflingarskyni og til að láta gott af sér leiða.
Við hjá Landsneti erum í fjölmörgum spennandi verkefnum um land allt, verkefnum sem öll hafa það að markmiði að auka afhendingaröryggi, gagnsæi, sátt við umhverfi og náttúru, skilvirkni orkuviðskipta og um leið að tryggja okkur öllum leiðina inn í framtíðina sem við höldum að verði rafmagnaðri en áður.
Fjölmennt var í kaffisamsæti sem haldið var síðasta sunnudag á Eskifirði til minningar um þá sem létust þegar Hrönn SH fórst í mynni Reyðarfjarðar fyrir 40 árum. Skipuleggjandi afhafnarinnar segir slysið hafa verið þungt áfall fyrir lítið og náið samfélag.
Héraðsdómur Austurlands hefur sakfellt konu fyrir að hafa notað rafræn skilríki fyrrverandi sambýlismanns síns til þess að greiða fyrir eigendaskiptum á bifreið sem hún hafði með sér vil skilnað þeirra. Konan hélt því fram að hún hefði ekki áttað sig á að hún væri að brjóta lög með verknaðinum.
Smábátasjómenn og hreppsnefnd á Borgarfirði eystra hafa áhyggjum af áhrifum tímabundins banns við handfæraveiðum úti við Glettinganes á sumrin. Trillusjómenn kalla eftir að þeim verði bættur skaðinn ef bannið gengur í gildi. Hreppsnefndin segir enn frekar sparkað í byggð í vanda.
Skipulagsstofnun telur Vegagerðina hafa gerst seka um ámælisverð vinnubrögð þegar tekið var meira efni úr Svartagilslæk í Berufirði en leyfi hafði verið fengið til. Stofnunin telur umhverfisáhrif efnistökunnar að mestu komin fram og ekki sé þörf á að meta umhverfisáhrif hennar sérstaklega.