Náttúruverndarsamtök Austurlands (NAUST) hafa skorað á sveitarstjórnir Djúpavogshrepps, Fljótsdalshrepps og Fljótsdalshéraðs að gjalda varhug við áformum um virkjanir í ám sem falla frá svonefndum Hraunum á sunnanverðu hálendi Austfjarða. Formaður samtakanna segir þörf á upplýstri og gagnrýninni umræðu. Smávirkjanir séu oft ekki smáar þegar betur er að gáð.
Hluti leiðarinnar upp að Hengifossi í Fljótsdal er enn lokaður. Brugðið var á það ráð fyrir viku til að varna frekari gróðurskemmdum vegna vætutíðar og átroðnings.
Djúpavogsbúar fagna komu sumars að venju með Hammond-hátíð. Hún er borin uppi af stórtónleikum en í gangi verða fjölbreyttir viðburðir út um allan bæ. Stjórnandi segist finna fyrir miklum áhuga á hátíðinni.
Fiskeldisfyrirtækið Laxar vill skoða möguleika á að koma upp seiðaeldisstöð í Reyðarfirði sem myndi nýta varmaorku frá álveri Alcoa Fjarðaáls. Framkvæmdastjóri Laxa segir hugmyndina á frumstigi.
Kærleiksdagar verða haldnir á Breiðdalsvík um helgina. Þar er lögð áhersla á óhefðbundnar meðferðir og kærleiksríka samveru. Stjórnandi segir þátttakendur opnari fyrir þátttöku í samverustundunum en þeir voru þegar dagarnir voru fyrst haldnir fyrir rúmum 20 árum.