Allar fréttir

„Sjáum áhlaupið á Hraunasvæðið vera að hefjast“

Náttúruverndarsamtök Austurlands (NAUST) hafa skorað á sveitarstjórnir Djúpavogshrepps, Fljótsdalshrepps og Fljótsdalshéraðs að gjalda varhug við áformum um virkjanir í ám sem falla frá svonefndum Hraunum á sunnanverðu hálendi Austfjarða. Formaður samtakanna segir þörf á upplýstri og gagnrýninni umræðu. Smávirkjanir séu oft ekki smáar þegar betur er að gáð.

Lesa meira

Enn lokað upp að Hengifossi

Hluti leiðarinnar upp að Hengifossi í Fljótsdal er enn lokaður. Brugðið var á það ráð fyrir viku til að varna frekari gróðurskemmdum vegna vætutíðar og átroðnings.

Lesa meira

Hammond-hátíð sett af aga og hörku í morgun

Djúpavogsbúar fagna komu sumars að venju með Hammond-hátíð. Hún er borin uppi af stórtónleikum en í gangi verða fjölbreyttir viðburðir út um allan bæ. Stjórnandi segist finna fyrir miklum áhuga á hátíðinni.

Lesa meira

Skoða seiðaeldi í Reyðarfirði

Fiskeldisfyrirtækið Laxar vill skoða möguleika á að koma upp seiðaeldisstöð í Reyðarfirði sem myndi nýta varmaorku frá álveri Alcoa Fjarðaáls. Framkvæmdastjóri Laxa segir hugmyndina á frumstigi.

Lesa meira

Knúsast fyrsta kvöldið á Kærleiksdögum

Kærleiksdagar verða haldnir á Breiðdalsvík um helgina. Þar er lögð áhersla á óhefðbundnar meðferðir og kærleiksríka samveru. Stjórnandi segir þátttakendur opnari fyrir þátttöku í samverustundunum en þeir voru þegar dagarnir voru fyrst haldnir fyrir rúmum 20 árum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar