Allar fréttir

„Það eina sem ég hef lært er af reynslunni“

Í bílskúr á Egilsstöðum er Víðir Sigbjörnsson að vinna í járn. Hann er mörgum Austfirðingum að góðu kunnu enda hefur hann oft bjargað íhlutum með skömmum fyrirvara ef þeir hafa bilað. Víðir hefur þessar viðgerðir að áhugamáli og telst sjálfmenntaður í faginu.

Lesa meira

Uppbygging í landi fylgir auknu fiskeldi

Fiskeldisfyrirtækin Laxar og Fiskeldi Austfjarða stefna að því að bæta verulega í framleiðslu sína á Austfjörðum á árinu. Þörf er á verulegri uppbyggingu á þjónustu í landi.

Lesa meira

Gömlu útihúsin urðu að vélaverkstæði

Í gömlu gripahúsunum á Finnsstöðum í Eiðaþinghá er núna rekið Vélaverkstæði Svans. Orðspor fyrirtækisins er gott enda leita vinnuvélaeigendur og bændur utan Austurlands þangað eftir aðstoð. Eigandinn hefur áhuga á gömlum dráttarvélum og bílum og á sér þann draum að reisa safn sem byggir á tækjum sem hann hefur gert upp.

Lesa meira

Tækifæri í ferðaþjónustu

Ferðaþjónustuaðilar frá öllu landinu fjölmenna nú í lok janúar til höfuðborgarinnar í sjötta skiptið til þess að taka þátt í ferðasýningunni Mannamóti.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar