Arctic Adventures gekk i gær frá kaupum á eignarhlut Icelandic Tourism Fund í fimm afþreyingafyrirtækjum í ferðaþjónustu. Eitt fyrirtækjanna er Óbyggðasetur Íslands i Fljótsdal. Framkvæmdastjóri setursins vonast til að viðskiptin verði til að efla það sem og austfirska ferðaþjónustu.
„Mikill áhugi er á vefnaðarnáminu og höfum við reynt að svara þeirri eftirspurn þegar færi gefst,” segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hússtjórnarskólans í Hallormsstað, en boðið verður upp á tveggja vikna vefnaðarnám við skólann á voröninni.
Talsverðar skemmdir yrðu á húsinu Lindarbakka á Borgarfirði í miklu hvassviðri í gærkvöldi þegar torf á þaki hússins flettist af. Þá fauk malbik af veginum við brúna yfir Fjarðará.
Verslun Bílanausts á Egilsstöðum var ekki opnuð í morgun þar sem rekstur fyrirtækisins hefur verið stöðvaður. Tveir mánuðir eru síðan verslunin opnaði á nýjum stað eftir gagngerar endurbreytingar.
Myndband sem skipverjar á Aðalsteini Jónssyni, skipi Eskju, tóku upp á leið heim af veiðum á Færeyjamiðum hefur vakið nokkra athygli. Það sýnir útsýnið úr brúnni þegar skipið nálgast Austfirði.
15,5 stiga hiti mældist á Seyðisfirði á ellefta tímanum í morgun sem verður að teljast óvenju hlýtt fyrir einn af fyrstu dögum janúarmánaðar. Seyðfirðingur segir íbúa gleðjast yfir góðu veðri þótt þeir séu ekki óvanir stökum hlýindadögum að vetri til.