Allar fréttir
„Færri hafa komist að en vilja”
„Það hefur lengi verið á planinu að vera með námskeið fyrir austan auk þess sem við höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir um að koma þangað síðastliðin ár og ákváðum loksins að láta verða af því,” segir Erla Björndóttir hjá MUNUM, en hún og meðeigandi hennar, Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, verða með fyrirlestur og námskeið í markmiðasetningu og persónulegum vexti á Reyðarfirði í janúar.Ómar tók á móti Hreini í lögreglufylgd
„Þetta er auðvitað mjög mikill heiður fyrir mig og æðsta viðurkenning sem hægt er að veita í tenglsum við íþróttir,” segir Hreinn Halldórsson, kúluvarpari á Egilsstöðum, sem tekinn var inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands við val á íþróttamanni ársins 2018 þann 29. desember síðastliðinn. Hreinn er átjándi einstaklingurinn sem Íþróttasamband Íslands útnefnir í höllina.Tryggvi Ólafsson látinn
Myndlistarmaðurinn Tryggvi Ólafsson frá Norðfirði lést í gær eftir erfið veikindi. Tryggvi var í hópi þekktustu og virtustu núlifandi myndlistarmanna þjóðarinnar með sérstæðum og auðþekkjanlegum stíl.„Landvarðastarfið er bæði skemmtilegt og gefandi”
„Störf innan náttúruverndar munu færast í aukana hér á Austurlandi líkt og þróun hefur sýnt annarsstaðar á landinu og ég get ekki annað en hvatt áhugasama til þess að kynna sér þetta,” segir Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri hjá Fjarðabyggð um landvarðanámskeið sem Umhverfisstofnun stendur fyrir í febrúar.Glímubrögðin hafa nýst í dyravörslu
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson frá Reyðarfirði var kosinn glímumaður ársins ásamt Kristínu Emblu Guðjónsdóttur af Glímusambandsins Íslands á dögunu, en bæði keppa þau undir merkjum UÍA. Ásmundur er í yfirheyrslu vikunnar.