„Þetta er auðvitað mjög mikill heiður fyrir mig og æðsta viðurkenning sem hægt er að veita í tenglsum við íþróttir,” segir Hreinn Halldórsson, kúluvarpari á Egilsstöðum, sem tekinn var inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands við val á íþróttamanni ársins 2018 þann 29. desember síðastliðinn. Hreinn er átjándi einstaklingurinn sem Íþróttasamband Íslands útnefnir í höllina.
Í ár eru fjörtíu ár liðin frá því að alþjóðlegur jarðfræðileiðangur boraði fyrir slysni niður á heitavatnsæð í Reyðarfirði. Borunin er heimamönnum minnisstæð fyrir ýmissa hluta sakir.
Gögn frá fjórum mælistöðvum á Austurlandi verða aðgengileg á nýjum vef sem opnaður var á vegum Umhverfisstofnunar fyrir jól þar sem hægt er að fylgjast með loftgæðum.
Framkvæmdir við íþróttamannvirki taka til sín mest af framkvæmdafé Vopnafjarðarhrepps á næsta ári. Gert er ráð fyrir hátt í 80 milljóna afgangi af rekstri sveitarfélagsins.
Hjónin Aðalsteinn Ingi Jónsson og Ólavía Sigmarsdóttir, jafnan kennd við Klaustursel á Jökuldal, hlutu nýverið viðurkenningu Framfarafélags Fljótsdalshéraðs „Frumkvæði til framfara“ sem veitt var á aðalfundi félagsins fyrir skemmstu.
„Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem setur sér skýr markmið nær meiri árangri í lífinu,“ segir Erla Björnsdóttir sálfræðingur frá Norðfirði og höfundur dagbókarinnar Munum. Erla gefur lesendum góð ráð til þess að hámarka árangur á nýju ári.
Gert er ráð fyrir 160 milljóna afgangi af rekstri sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs í nýsamþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Mest framkvæmdafé fer í skóla- og íþróttamannvirki.