„Með þessu verkefni samþættum við námsefni í upplýsinga- og tæknimennt og íslensku,“ segir Jóna Björg Sveinsdóttir, umsjónarkennari við Grunnskólann á Borgarfirði eystra, en nemendur skólans gefa árlega út dagatal með afmælisdögum allra íbúa staðarins.
Forsvarsmenn Djúpavogshrepps telja Vegagerðina hafa tekið tæplega þrefalt meira efni úr námu í Berufirði en heimilað var í framkvæmdaleyfi, áður en hún sótti um leyfi til að taka meira vegna vegagerðar yfir fjörðinn. Efnistaka í því magni sem um ræðir gæti kallað á breytt umhverfismat.
Höttur rekstrarfélag og knattspyrnudeild Hugins hafa gert með sér samkomulag til þriggja ára um að tefla fram sameiginlegu liði í meistaraflokki karla undir nafninu Höttur/Huginn. Formaður rekstrarfélagsins segir markmiðið að byggja upp lið á heimamönnum.
Eskfirðingurinn Benný Sif Ísleifsdóttir verður með tvær bækur í jólabókaflóðinu í ár, annars vegar skáldsöguna Grímu og hins vegar barnabókina Jólasveinarannsóknin. Bækurnar eru þær fyrstu sem Benný Sif sendir frá sér.
Tveir karlmenn hafa verið dæmdir fyrir að brjótast inn sumarbústaði á Einarsstöðum í júní síðastliðnum og stela þaðan lausamunum. Annar maðurinn er dæmdur í tíu mánaða fangelsi þar sem hann braut gegn skilorði sem hann var á.