Allar fréttir

„Það var ekki fjárskortur á heilsugæslunni í gær“

„Ég bara trúði þessu varla þegar ég sá þær storma þarna inn,“ segir ferðaþjónustubóndinn Sævar Guðjónsson á Eskifirði, um kind með tvö lömb sem rötuðu inn í húsnæði heilsugæslunnar á Eskifirði um miðjan dag í gær.

Lesa meira

Ekki rétt að fara í sameiningar í kjölfar neikvæðrar könnunar

Meirihluti hreppsnefndar Vopnafjarðarhrepps felldi á síðasta fundi tillögu minnihlutans um að óska eftir aðild að viðræðum fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi um sameiningu. Íbúakönnun sem gerð var í vor sýndi ekki vilja Vopnfirðinga til sameiningar.

Lesa meira

Metmánuður hjá Gullveri

Togarinn Gullver á Seyðisfirði hefur aldrei landað meiri afla á einum mánuði heldur en í nýafstöðnum októbermánuði. Veiðar hafa gengið vel austur af landinu.

Lesa meira

„Prófastdæmið leggur mikla áherslu á æskulýðsstarf“

Landsmótið er stærsti árlegi viðburður kirkjunnar. Í ár voru þátttakendur um 300 talsins en oft hafa um 700 ungmenni tekið þátt,“ segir Sigríður Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, sem kom að vel heppnuðu landsmóti Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) fór fram á Egilsstöðum í lok október.

Lesa meira

„Hún var alltaf að“

Sýning á bútasaumsverkum Önnu Maríu Sveinsdóttur á Stöðvarfirði var haldin í Stöðvarfjarðarskóla um miðjan september. Sýningin var haldin til minningar um Önnu Maríu, sem hefði fagnað 70 ára afmæli sínu um þetta leyti, en hún lést sumarið 2016.

Lesa meira

Hollvinasamtök safna fyrir hjartastuðtæki

Hollvinasamtök heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði (HHF) eru að hefja söfnun fyrir hjartastuðtæki fyrir heilsugæslustöðina á Egilsstöðum. Markmiðið er að tækið verði komið fyrir lok árs.

Lesa meira

Norðfjarðargöng eins árs – tækifærin aldrei fleiri

Fyrir ári síðan, þann 11. nóvember 2017, voru Norðfjarðargöngin vígð og eru þau því formlega eins árs í dag. Hvað breyttist og hvað hefur í raun gerst í okkar samfélagi við þessa miklu samgöngubót?

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar