Austfirskum skáldum verða gerð góð skil á Skáldaþingi sem haldið verður í Breiðdalssetri á morgun. Bæði verður þar fjallað um rithöfunda á svæðinu auk þess sem höfundar af fleiri en einni kynslóð lesa upp úr verkum sínum.
Alþjóðlegu verkefni sem miðar að því að efla frumkvöðla í brothættum byggðum var hleypt af stokkunum á Borgarfirði eystra í vikunni. Þátttakandi segir áhugavert að læra hvernig nýta megi kraftinn í heimafólki.
Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar gerðu á mánudag óvirka sprengju sem fjórir ungir drengir í fjöruferð fundu í Seyðisfirði. Sprengjan var virk og ljóst að illa hefði farið ef hún hefði sprungið í meðförum drengjanna. Móðir segir mikilvægt að útskýra fyrir börnum hvernig bregðast eigi við ef þau finni skrýtna hluti.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á næstu dögum muni líta dagsins ljós stefnumörkun sem að hluta nýtist til að bregðast við erfiðleikum í mönnun heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Bundnar eru vonir við fjarheilbrigðisþjónustu þar sem illa gengur að manna stöður.
Um fimmtíu fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök munu taka þátt í náms- og atvinnulífssýningunni Að heiman og heim sem haldin verður um á laugardag í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á vegum samtakanna Ungs Austurlands. Formaður samtakanna segir skipta máli að vekja athygli á þeim atvinnutækifærum sem í boði eru í fjórðungnum áður en fólk hverfi úr honum til náms.
Leyfismál hreindýraveiðifólks virðast almennt vera í góðu lagi. Enginn hefur verið staðinn að ólöglegum veiðum en Umhverfisstofnun hefur undanfarna daga sinnt eftirliti með veiðunum.