Allar fréttir

Nenad hættur hjá Hetti: Fannst sem það vantaði nýtt blóð

Nenad Zivanoic, þjálfari Hattar í annarri deild karla í knattspyrnu, hefur komist að samkomulagi við stjórn félagsins að láta af störfum þegar í stað. Gamalreyndir Hattarar taka við liðinu með það að markmiði að bjarga því frá falli.

Lesa meira

Meintir innbrotsþjófar enn ófundnir

Lögreglan á Austurlandi hefur ekki enn haft á aðilum sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að fara inn í mannlaus hús á svæðinu í gær þrátt fyrir mikla leit. Lögreglan hefur hins vegar gefið út lýsingu á mönnunum. Í nógu var að snúast hjá lögreglunni um síðustu helgi.

Lesa meira

Alvarlegt að ekki séu læknar með fasta viðveru allt árið

Bæjaryfirvöld á Seyðisfirði telja alvarlega stöðu í heilbrigðisþjónustu á staðnum. Forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði segir mönnun lækna á staðnum á sumrin ekki í takt við þörfina. Víða er erfitt að manna læknastöður á landsbyggðinni.

Lesa meira

Borgarfjörðurinn hálf mórauður í morgun

Sjórinn á Borgarfirði varð hálf mórauður á tíma í morgun vegna framburðar úr Fjarðará. Ekki er fyllilega ljóst hver uppruni efnisins er. Sjónarvottur segir hafa verið magnað að fylgjast með firðinum.

Lesa meira

Sæl og glöð með Ormsteiti

Skipuleggjendur Ormsteitis eru ánægðir með hvernig hátíðin tókst í ár. Hún undirgekkst nokkrar breytingar og var miðpunktur hennar færður í húsið sem gjarnan hefur kennt við Blómabæ. Þar var markaður flesta dagana.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar