Nenad Zivanoic, þjálfari Hattar í annarri deild karla í knattspyrnu, hefur komist að samkomulagi við stjórn félagsins að láta af störfum þegar í stað. Gamalreyndir Hattarar taka við liðinu með það að markmiði að bjarga því frá falli.
Höttur og Huginn eru í fallsæti annarrar deildar karla í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar. Þjálfari Hattar var ósáttur við leik liðsins þegar það tapaði 1-3 fyrir Þrótti Vogum á Vilhjálmsvelli á laugardag.
Lögreglan á Austurlandi hefur ekki enn haft á aðilum sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að fara inn í mannlaus hús á svæðinu í gær þrátt fyrir mikla leit. Lögreglan hefur hins vegar gefið út lýsingu á mönnunum. Í nógu var að snúast hjá lögreglunni um síðustu helgi.
Bæjaryfirvöld á Seyðisfirði telja alvarlega stöðu í heilbrigðisþjónustu á staðnum. Forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði segir mönnun lækna á staðnum á sumrin ekki í takt við þörfina. Víða er erfitt að manna læknastöður á landsbyggðinni.
Sjórinn á Borgarfirði varð hálf mórauður á tíma í morgun vegna framburðar úr Fjarðará. Ekki er fyllilega ljóst hver uppruni efnisins er. Sjónarvottur segir hafa verið magnað að fylgjast með firðinum.
Skipuleggjendur Ormsteitis eru ánægðir með hvernig hátíðin tókst í ár. Hún undirgekkst nokkrar breytingar og var miðpunktur hennar færður í húsið sem gjarnan hefur kennt við Blómabæ. Þar var markaður flesta dagana.