Á föstudag hefst vinabæjamót Egilsstaða og fjögurra bæja á hinum Norðurlöndunum og stendur mótið á Fljótsdalshéraði fram til 28. júní. Vinabæir Egilsstaða eru Sorö í Danmörku, Skara í Svíþjóð, Eidsvoll í Noregi og Suolahti í Finnlandi. Gestirnir koma kl. 12 á föstudag með flugi og formleg móttaka hefst kl. 17.
Stjórn rannsóknarsjóðs Ingibjargar R. Magnúsdóttur hefur ákveðið að veita styrk úr sjóðnum og mun auglýsa eftir umsóknum í ágúst 2009 og er einn af örfáum styrktarsjóðum innan Háskóla Íslands sem mun veita rannsóknarstyrki í ár.Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum. Styrkir verða veittir til rannsóknaverkefna hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í doktorsnámi, sem falla að markmiðum sjóðsins.
Á Seyðisfirði er rætt um að stytta vistunartíma á leikskólanum
Sólvöllum um klukkutíma frá og með haustinu. Þetta er meðal
breytingatillagna sem bæjarráð hefur lagt til.
Allt íbúðarhúsnæði landsmanna er metið með nýjum og endurbættum aðferðum í fasteignamati ársins 2010 sem tekur gildi um næstu áramót. Heildarfasteignamat íbúðarhúsnæðis á Austurlandi hækkar um 4,6%. Fasteignaskrá Íslands hefur sent út tilkynningar til fasteignaeigenda um allt land þar sem nýja matið er kynnt. Fasteignamat ársins 2010 miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2009 og er frestur til að gera athugasemdir við nýja fasteignamatið til 24. júlí 2009.
Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi, JEA, var sett í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum í dag í undurblíðu veðri. Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, setti hátíðina með ávarpi og sagði hana njóta mikils velvilja sveitarfélagsins. Jón Hilmar Kárason, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segir jazzhátíðina verða glæsilega og aldrei hafi hún verið eins löng og nú, eða í fimm daga. Mighty Marith and the Mean Men ásamt Einari Braga tróðu upp á sviði Tjarnargarðsins við góðar undirtektir gesta. JEA stendur yfir frá 24. til 28. júní og fer fram á fjórum stöðum á Austurlandi.
Hljómsveitin Árstíðir og trúbadorarnir Svavar Knútur og Helgi Valur munu í sumar gera víðreist um fósturjörðina og koma við í helstu bæjum og sveitum hringinn í kringum landið. Gengur tónleikaferðalagið undir nafninu ,,Hver á sér fegra föðurland?" en listamönnunum þykir einmitt mjög vænt um landið og vilja hvetja landsmenn til að skipuleggja ferðalög sín innanlands í sumar. Spilað verður miðvikudaginn 8. júlí í Egilsstaðakirkju kl. 20 og á rokkhátíðinni Eistnaflugi í Neskaupstað daginn eftir, 9. júlí.
Ómar Ragnarsson segir að miklar breytingar hafi orðið á lónstæði
Hálslóns frá á einu ári. Hann telur hugmyndir um að binda þurran
jarðveg í kringum lónstæðið óraunhæfar.