Styrkir til rannsóknarverkefna hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra

Stjórn rannsóknarsjóðs Ingibjargar R. Magnúsdóttur hefur ákveðið að veita styrk úr sjóðnum og mun auglýsa eftir umsóknum í ágúst 2009 og er einn af örfáum styrktarsjóðum innan Háskóla Íslands sem mun veita rannsóknarstyrki í ár.Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum. Styrkir verða veittir til rannsóknaverkefna hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í doktorsnámi, sem falla að markmiðum sjóðsins.

h_rannsknasjur__hjkrunarfri.jpg

Rannsóknarsjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur var stofnaður 29. júní 2007 af Ingibjörgu R. Magnúsdóttur og Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Landspítalann. Ingibjörg er fyrrverandi námsbrautarstjóri námsbrautar í hjúkrunarfræði HÍ og fyrrverandi
skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Hún hefur verið einn ötulasti talsmaður þróunar hjúkrunarmenntunar á Íslandi og var ein þeirra sem stóð að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 1973.


Á heimasíðu Rannsóknasjóðs í hjúkrunarfræði: http://www.rsh.hi.is má nálgast eyðublað til styrkveitingar eða hringja í Rannsóknastofnunina s. 525-5280 eða hjúkrunarfræðideild HÍ s. 525-4960 og fá leiðbeiningar og aðstoð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.