Hvað á að stöðva sandrokið?

Ómar Ragnarsson segir að miklar breytingar hafi orðið á lónstæði Hálslóns frá á einu ári. Hann telur hugmyndir um að binda þurran jarðveg í kringum lónstæðið óraunhæfar.

 

Yfirborð Hálslóns hefur að sögn Ómars lækkað um eina 45 metra seinustu vikur. „Yfir 30 ferkílómetrar eru nú á þurru, þaktir þykku leirlagi sem verður eins og hveiti þegar  lónið var leyft vegna þess að úrskurðað var að enginn vandi væri að stöðva leirfok með því að vökva þessa 30 ferkílómetra og dreifa yfir þá rykbindiefnum.“

Til að stöðva rok úr lóninu er gert ráð fyrir að vökva svæðið eða dreifa rykbindiefnum, ýmist úr flugvélum eða farartækjum á jörðu niðri. Ómar hefur litla trú á að slíkar gjörðir gangi eftir. „Á miklum meirihluta hinna nýju uppfokssvæða verður engu farartæki við komið á landi. Það verða engir tankbílar í Kringilsárrana.“

Ómar segir frá ferð sinni austur í vikunni á bloggsíðu sinni og birtir einnig myndir . Hann segir skyggni hafa verið slæmt vegna sandfoks. „Ég lenti 16 kílómetra fyrir sunnan Kárahnjúka við enda svokallaðs varnargarðs. Þaðan sá ég hvorki Kárahnjúk við norðurenda lónstæðisins né Brúarjökul við suðurenda lónstæðisins vegna leir- og sandfoks sem var á svæðum á milli þessara punkta sem eru 25 kílómetra frá hvor öðrum.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.