Allar fréttir
Leikfélagið Djúpið frumsýnir í kvöld
Mikil eftirvænting ríkir nú í Verkmenntaskóla Austurlands, en í kvöld mun leikfélag skólans, Djúpið, frumsýna leikritið Eftir lífið í leikstjórn Katrínar H. Sigurðardóttir. Verkið er eftir Sigtrygg Magnason og er hluti Þjóðleiksverkefnisins. Leikritið verður sýnt í húsakynnum VA og opnar húsið kl. 20. Sýningin hefst kl. 20:30.
Kanna réttarstöðu vegna framkvæmda við miðbæ
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hyggst láta kanna réttarstöðu sína með hliðsjón af skaðabótum gagnvart aðilum sem samið var við um framkvæmdir við nýjan miðbæ á Egilsstöðum. Bæjarstjórn samþykkti tillögu þar um á fundi sínum 4. mars. Um er að ræða fyrsta áfanga nýs miðbæjar, norðan Fagradalsbrautar, sem unnið var að síðastliðið sumar og er nú hálfkaraður og til trafala.
Fljótsdalshérað sigraði Árborg í Útsvari
Lið Fljótsdalshéraðs er komið í úrslit í spurningakeppni Sjónvarps, Útsvari. Liðið sigraði Árborg með 83 stigum gegn 78 nú í kvöld, eftir tvísýna baráttu. Úrslitakeppnin, þar sem Héraðsmenn eiga við lið Kópavogs, verður að viku liðinni.
Lið Fljótsdalshéraðs skipa þau Margrét Urður Snædal, Stefán Bogi Sveinsson og Þorsteinn Bergsson.
Austurlandsmót á skíðum um helgina
Austurlandsmót 2009 á skíðum, skíðamót fyrir alla aldursflokka í Oddsskarði, hefst klukkan níu í fyrramálið og stendur fram yfir hádegi á sunnudag. Skíðafélag Fjarðabyggðar stendur að mótinu og er búist við fjölda þátttakenda og mikilli skíðasveiflu í brekkunum. Dagskráin er eftirfarandi.
Forgangsröðun á erfiðum tímum
Jónína Rós Guðmundsdóttir skrifar: Það er mikið talað um starfskenningu fagstétta núna, hver starfsmaður er hvattur til að vera meðvitaður um á hvaða lífssýn og fræðum hann byggir starf sitt. Það er meinhollt fyrir alla að fara í svona naflaskoðun. Ég held að það sé engri stétt hollara en stjórnmálafólki að spyrja sig stöðugt að því hvort það sé að vinna samkvæmt sinni lífssýn og stefnu.
Laufey íþróttamaður Fjarðabyggðar
Laufey Frímannsdóttir, glímukona á Reyðarfirði, var kjörin íþróttamaður Fjarðabyggðar við hátíðlega athöfn í Nesskóla á miðvikudag. Laufey er fjölhæf íþróttakona og auk þess að æfa glímu sagði hún krökkum til í badminton haustið 2008. Í greinargerð frá Ungmennafélaginu Val, kom fram að Laufey væri sérstaklega lipur og leikin glímukona. Hún væri hörð af sér við æfingar og metnaðarfull, en um leið afar kurteis. Laufey er góður félagi og á marga góða vini í glímunni.