Stjörnusjónaukinn á nú fjögur hundruð ára afmæli. Í tilefni þess eiga framhaldsskólanemar á Norðurlöndum möguleika á að komast til eyjarinnar La Palma á Kanaríeyjum. Skrifa þarf ritgerð um eitthvað sem tengist stjarnvísindum og munu höfundar bestu ritgerðar á hverju Norðurlandanna fara saman til La Palma og skoða stjörnur himinsins í Norræna stjörnusjónaukanum, sem er fullkominn 2,6 m spegilsjónauki.
Talningu í forvali Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi lauk í gærkvöld og var kjörsókn tæplega 63%. Einn kjörseðill var úrskurðaður ógildur. Alls gaf 21 félagi kost á sér í forvalinu. Steingrímur J. Sigfússon fékk afgerandi kosningu í fyrsta sætið en alls var kosið í átta sæti. Þuríður Backman er í öðru sæti og Björn Valur Gíslason í því þriðja.
Á Austurlandi er nú víða þungfært og vont veður með talsverðri ofankomu.Þæfingsfærð er á Möðrudalsöræfum, þungfært á Vopnafjarðaheiði og þar er verið að ryðja. Þungfært, hálka og skafrenningur á Oddsskarði. Ófært er á Fagradal og snjóþekja og skafrenningur á Fjarðarheiði. Hálka og skafrenningur er með ströndinni Þæfingsfærð er í Skriðdal og ófært yfir Breiðdalsheiði. Búist er við að veður stillist er líður á daginn.
Að gefnu tilefni vill Landsvirkjun benda þeim sem hyggja á ferðir inn á Snæfellsöræfi á að hættulegt er að fara út á ísinn á Hálslóni og að fólki er ráðið frá því að reyna að fara yfir Kárahnjúkastíflu.Þar er fannfergi mikið og hætta á snjóflóðum og hruni úr Kárahnjúk. Vegur úr Fljótsdal að Kárahnjúkum er lokaður og verður ekki ruddur fyrr en í vor þegar verktakar hefja lokafrágang í nágrenni stíflanna.
Iðnþing Samtaka iðnaðarins stendur nú yfir á Grand hótel. Rétt í þessu var tilkynnt um niðurstöðu úr kjöri til stjórnar og ráðgjafaráðs SI, og var kosningaþátttaka 74,07%. Helgi Magnússon var kjörinn formaður með yfir 92% atkvæða. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi var kjörinn nýr í stjórn SI og Einar Birgir Kristjánsson hjá Tandrabergi ehf. og Magnús Hilmar Helgason hjá Launafli í ráðgjafaráð SI.
Meðal efnis í nýjum Austurglugga er viðtal við samgönguráðherra, þar sem farið er ofan í samgönguframkvæmdir á Austurlandi næstu misseri og líkur á byggingu nýrrar samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll í ár. Rætt er við stjórnarformann Markaðsstofu Austurlands um tíu ára afmæli stofunnar og landslag austfirskrar ferðaþjónustu. Prófkjör setja mark sitt á blaðið og Elma Guðmundsdóttir í Neskaupstað skrifar um Færeyjaferð. Matgæðingur vikunnar er rekstraraðili Valaskjálfar, Dagmar Jóhannesdóttir.