Allar fréttir

Framhaldsskólanemar ættu að skrifa stjörnufræðiritgerð

Stjörnusjónaukinn á nú fjögur hundruð ára afmæli. Í tilefni þess eiga framhaldsskólanemar á Norðurlöndum möguleika á að komast til eyjarinnar La Palma á Kanaríeyjum. Skrifa þarf ritgerð um eitthvað sem tengist stjarnvísindum og munu höfundar bestu ritgerðar á hverju Norðurlandanna fara saman til La Palma og skoða stjörnur himinsins í Norræna stjörnusjónaukanum, sem er fullkominn 2,6 m spegilsjónauki.

venusuv95.gif

Lesa meira

Steingrímur, Þuríður og Björn Valur í þremur efstu hjá VG í Norðausturkjördæmi

Talningu í forvali Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi lauk í gærkvöld og var kjörsókn tæplega 63%. Einn kjörseðill var úrskurðaður ógildur. Alls gaf 21 félagi kost á sér í forvalinu. Steingrímur J. Sigfússon fékk afgerandi kosningu í fyrsta sætið en alls var kosið í átta sæti. Þuríður Backman er í öðru sæti og Björn Valur Gíslason í því þriðja.

vg_logo_rautt_web.jpg

Lesa meira

Leiðindaveður í fjórðungnum

Á Austurlandi er nú víða þungfært og vont veður með talsverðri ofankomu.Þæfingsfærð er á Möðrudalsöræfum, þungfært á Vopnafjarðaheiði og þar er verið að ryðja. Þungfært, hálka og skafrenningur á Oddsskarði. Ófært er á Fagradal og snjóþekja og skafrenningur á Fjarðarheiði. Hálka og skafrenningur er með ströndinni Þæfingsfærð er í Skriðdal og ófært yfir Breiðdalsheiði. Búist er við að veður stillist er líður á daginn.

179492_63_preview.jpg

Ófærð og hættur við Hálslón og Kárahnjúka

Að gefnu tilefni vill Landsvirkjun benda þeim sem hyggja á ferðir inn á Snæfellsöræfi á að hættulegt er að fara út á ísinn á Hálslóni og að fólki er ráðið frá því að reyna að fara yfir Kárahnjúkastíflu. Þar er fannfergi mikið og hætta á snjóflóðum og hruni úr Kárahnjúk. Vegur úr Fljótsdal að Kárahnjúkum er lokaður og verður ekki ruddur fyrr en í vor þegar verktakar hefja lokafrágang í nágrenni stíflanna.

desjarstifla1_27-2-2009.jpg

 

Lesa meira

Kosningar hjá Samtökum iðnaðarins

Iðnþing Samtaka iðnaðarins stendur nú yfir á Grand hótel. Rétt í þessu var tilkynnt um niðurstöðu úr kjöri til stjórnar og ráðgjafaráðs SI, og var kosningaþátttaka 74,07%. Helgi Magnússon var kjörinn formaður með yfir 92% atkvæða. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi var kjörinn nýr í stjórn SI og Einar Birgir Kristjánsson hjá Tandrabergi ehf. og Magnús Hilmar Helgason hjá Launafli í ráðgjafaráð SI.

samtk_inaarins.gif

Lesa meira

Brýn verkefni framundan

Helena Þuríður Karlsdóttir skrifar:  

   Samfylkingin í Norðausturkjördæmi efnir til opins rafræns prófkjörs dagana 5.-7. mars nk. Kosið er um 8 bindandi sæti.

helena_karlsdttir-mynd.jpg

Lesa meira

Nýr Austurgluggi kominn út

Meðal efnis í nýjum Austurglugga er viðtal við samgönguráðherra, þar sem farið er ofan í samgönguframkvæmdir á Austurlandi næstu misseri og líkur á byggingu nýrrar samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll í ár. Rætt er við stjórnarformann Markaðsstofu Austurlands um tíu ára afmæli stofunnar og landslag austfirskrar ferðaþjónustu. Prófkjör setja mark sitt á blaðið og Elma Guðmundsdóttir í Neskaupstað  skrifar um Færeyjaferð. Matgæðingur vikunnar er rekstraraðili Valaskjálfar, Dagmar Jóhannesdóttir.

Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

bw0165-015.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.