Mjóifjörður sambandslaus
Bilun kom upp í radíósambandi á vegum Mílu á Gagnheiði á Austurlandi. Þetta veldur því að Mjóifjörður er sambandslaus. Viðgerð er ekki hafin, sökum veðurs og færðar, samkvæmt upplýsingum frá Mílu.
Bilun kom upp í radíósambandi á vegum Mílu á Gagnheiði á Austurlandi. Þetta veldur því að Mjóifjörður er sambandslaus. Viðgerð er ekki hafin, sökum veðurs og færðar, samkvæmt upplýsingum frá Mílu.
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára fór fram síðastliðna helgi í Laugardalshöll. Góð þátttaka var á mótinu, en alls tóku 376 keppendur frá 19 félögum og héraðssamböndum þátt. UÍA átti fimm keppendur að þessu sinni, þau Atla Geir Sverrisson (Hetti), Erlu Gunnlaugsdóttur (Hetti), Daða Fannar Sverrisson (Hetti), Heiðdísi Sigurjónsdóttur (Hetti) og Mikael Mána Freysson (UMF. Þristi).
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í seinustu viku tæplega fimmtugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að kaupa bensín með korti vinnuveitanda síns.
Slæmt veður er nú víða á Austurlandi, él og hvasst. Veðurstofan gerir ekki ráð fyrir að veðrinu sloti eitthvað fyrr en með morgni. Spá er stormi við austurströndina í nótt; gangi í norðvestan 13-20 austan til á landinu með kvöldinu með snjókomu, en allt að 23 m/s við ströndina í nótt. Dregur úr vindi á morgun og snjókoma með köflum, 8-15 m/sek síðdegis. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum. Ökutæki hafa verið föst á Fagradal, þ.á.m. flutningabíll með tengivagn, þar sem er þæfingur og mikil blinda. Blindbylur er á flestum vegum og þungfært. Ófært er á Mjóafjarðarheiði, Hellisheiði eystri og Öxi. Þriggja bíla árekstur varð skammt frá álverinu í Reyðarfirði þar sem ekið var á sjúkraflutningabíl með viðvörunarljósum og annar árekstur í Fáskrúðsfirði, á Dalavegi. Ekki munu hafa orðið alvarleg slys á fólki.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.