Allar fréttir

Mjóifjörður sambandslaus

Bilun kom upp í radíósambandi á vegum Mílu á Gagnheiði á Austurlandi. Þetta veldur því að Mjóifjörður er sambandslaus. Viðgerð er ekki hafin, sökum veðurs og færðar, samkvæmt upplýsingum frá Mílu.

Áskell Einarsson sækist eftir 2.-8. sæti hjáFramsókn í NA-kjördæmi

Áskell Einarsson bóndi og hestamaður sækist eftir 2.-8. sæti sæti á lista Framsóknarmanna í NA-kjördæmi. Áskell er fæddur 1945 og hefur starfað við landbúnaðarstörf ásamt ýmiss konar verkamannavinnu og fiskvinnslustörfum í 45 ár. Með framboði sínu vil hann verða fulltrúi eldri borgara og öryrkja og vinna að því að leiða þjóðina út úr þeim þrengingum sem hún er í. Huga þarf sérstaklega að þeim sem verst eru staddir í þjóðfélaginu á þessum tímum.

skell_einarsson.jpg

Lesa meira

Atvinnumálaþing á föstudag

Atvinnumálaþing verður haldið föstudaginn 6. mars kl. 14.00 - 17.00, í Valaskjálf, Egilsstöðum. Á fundinum flytja framsögur formaður atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs og fulltrúar atvinnulífsins í sveitarfélaginu. Atvinnurekendur og íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta og taka þátt í mikilvægri umræðu um atvinnulífið.

215307_63_preview.jpg

Lesa meira

Góð ferð hjá UÍA fólki

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára fór fram síðastliðna helgi í Laugardalshöll. Góð þátttaka var á mótinu, en alls tóku 376 keppendur frá 19 félögum og héraðssamböndum þátt. UÍA átti fimm keppendur að þessu sinni, þau Atla Geir Sverrisson (Hetti), Erlu Gunnlaugsdóttur (Hetti), Daða Fannar Sverrisson (Hetti), Heiðdísi Sigurjónsdóttur (Hetti) og Mikael Mána Freysson (UMF. Þristi).

uia_vefur.jpg

Lesa meira

Vonskuveður víða í fjórðungnum

Slæmt veður er nú víða á Austurlandi, él og hvasst. Veðurstofan gerir ekki ráð fyrir að veðrinu sloti eitthvað fyrr en með morgni. Spá er stormi við austurströndina í nótt; gangi í norðvestan 13-20 austan til á landinu með kvöldinu með snjókomu, en allt að 23 m/s við ströndina í nótt. Dregur úr vindi á morgun og snjókoma með köflum, 8-15 m/sek síðdegis. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum. Ökutæki hafa verið föst á Fagradal, þ.á.m. flutningabíll með tengivagn, þar sem er þæfingur og mikil blinda. Blindbylur er á flestum vegum og þungfært. Ófært er á Mjóafjarðarheiði, Hellisheiði eystri og Öxi. Þriggja bíla árekstur varð skammt frá álverinu í Reyðarfirði þar sem ekið var á sjúkraflutningabíl með viðvörunarljósum og annar árekstur í Fáskrúðsfirði, á Dalavegi. Ekki munu hafa orðið alvarleg slys á fólki.97339_63_preview.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.