Eftirfarandi framboð hafa borist í forval Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, en framboðsfrestur er runninn út. Kosningarétt hafa allir félagsmenn í VGNA sem skráðir eru 23. febrúar 2009 en þá verður kjörskrá lokað.
Kjörfundur verður haldinn 28. febrúar 2009 en kjördæmisráð Norðausturkjördæmis mun annast kynningu á frambjóðendum með sérstöku kynningarefni sem og standa fyrir fundum.
Nýr Austurgluggi kom út í dag. Meðal efnis er umfjöllun um niðurröðun á prófkjörslistum stjórnmálaflokkanna í Norðausturkjördæmi, fréttir og íþróttatíðindi. Þá er hinn sívinsæli matgæðingur á sínum stað og uppskrift að einhverri bestu bollu allra tíma, enda bolludagur á næsta leyti.
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að úthluta fyrirtækin Iceland Water International iðnaðarlóð á Hjallaleiru í Reyðarfirði. Iceland Water International sérhæfir sig í framleiðslu gosdrykkja og hefur höfuðstöðvar sínar í Reykjavík.
Dregið verður úr innsendum umsóknum um hreindýraveiðileyfi sunnudaginn 22. febrúar kl. 17:00, í húsnæði Þekkingarnets Austurlands á Egilsstöðum. Til stendur að varpa niðurstöðunum beint á netið með sérstökum búnaði og verður sett slóð á vef Umhverfisstofnunar, www.ust.is og www.hreindyr.is í dag eða á morgun.Þá verður aðalfundur Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum haldinn á Hótel Héraði, Egilsstöðum, fyrr þennan sama dag kl. 13:00. Formaður FLH er Sævar Jónsson.
Aldrei hafa fleiri umsóknir verið um hreindýraveiðileyfi en nú, þrátt fyrir örðugt efnahagsástand. Umsóknarfrestur rann út á miðnætti 15. febrúar og höfðu þá borist 3.300 umsóknir. Í fyrra voru umsóknir rétt innan við 3.100 talsins.
Sigurður Guðmundsson listamaður, sem oft er kenndur við SÚM-hópinn og hefur lengi búið í Hollandi og Kína, hefur áhuga á að reisa listaverk á þrjátíu og fjórum stöplum sem fyrrum löndunarbúnaður fyrir fiskimjölsverksmiðjuna í Gleðivík var festur á.