Allar fréttir

Helga Jónsdóttir orðuð við ríkisstjórn

Í DV í dag kemur fram að hjá Samfylkingunni hafi í gær komið upp nafn Helgu Jónsdóttur, bæjarstýru í Fjarðabyggð, í tengslum við stjórnarmyndun og ráðherrastóla.

Þegar þetta var borið undir Helgu í dag, sagðist hún ekkert hafa heyrt um þetta og kæmi sér á óvart ef rétt reyndist. Hún væri enda bundin sínu starfi sem bæjarstýra og væri ekki á förum úr því embætti.

helga_jnsdttir_vefur.jpg

Samfélagssjóður Alcoa styrkir grasrótarstarf og menningarlíf ungs fólks á Austurlandi

Þrettán leikhópar ungs fólks á Austurlandi undirbúa nú sýningar á þremur nýjum, íslenskum leikritum. Uppsetning verkanna er liður í Þjóðleik, leiklistarhátíð ungs fólks á Austurlandi, sem er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, afhenti forsvarsmönnum verkefnisins 2.380.000.- kr. styrk frá alþjóðlegum samfélagssjóði Alcoa við athöfn í höfuðstöðvum Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði síðastliðinn þriðjudag.

jleikur_vefur_aal.jpg

Lesa meira

Skeytasendingar vegna snjómoksturs

Bréf hafa seinustu vikur gengið milli sveitarstjórna Djúpavogs- og Breiðdalshrepps. Ástæðan er ályktun sveitarstjórnar Djúpavogshrepps um að færa vetrarþjónustu af Breiðdalsheiði yfir á Öxi.

 

Lesa meira

Íbúar á Fáskrúðsfirði stofna íbúasamtök í kvöld

Dreift hefur verið auglýsingu til íbúa á Fáskrúðsfirði þess efnis að mæta í Skrúð í kvöld og stofna íbúasamtök. Fyrsta verkefni samtakanna á að vera að knýja á um að yfirstjórn Fjarðabyggðar hætti við fyrirhuguð áform um sölu áhaldahúss og veghefils af staðnum. Þá mótmæla íbúar fyrirhuguðum niðurskurði hjá slökkviliði og tilfærslu hafnarþjónustu til Reyðarfjarðar.

30 milljónum úthlutað til menningarverkefna á Austurlandi

Menningarráð Austurlands úthlutar í dag, þriðjudaginn 27. janúar, um 30 milljónum króna til menningarstarfs á Austurlandi. Þetta er í níunda sinn sem úthlutað er styrkjum samkvæmt samstarfssamningi menntamálaráðuneytis, iðnaðarráðuneyt1089_07_1---statue--glasgow-gallery-of-modern-art_web.jpgis og sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál.

Lesa meira

Styrkjum úthlutað til hátt í 100 menningarverkefna

Menningarráð Austurlands úthlutaði í dag styrkjum til hátt í hundrað menningarverkefna á Austurlandi, samtals að upphæð 30 milljónir króna. Hæstu styrkir námu einni milljón króna en þeir lægstu 100 þúsund krónum. Alls bárust menningarráðinu 140 styrkumsóknir að þessu sinni.

ma_vefur2.jpg

Lesa meira

Vegna ráðstefnu um Vatnajökulsþjóðgarð

Vefsíðunni hafa borist svofelld skilaboð vegna aðsendrar greinar Helga Hallgrímssonar náttúrufræðings um Vatnajökulsráðstefnu sem haldin var á Egilsstöðum síðastliðinn föstudag: ,,Ráðstefnan var ekki haldin á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs. Vínveitingar í lok ráðstefnunnar voru ekki í boði Vatnajökulsþjóðgarðs. Kveðja, Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs."

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar