Allar fréttir

Ný Sparkhöll á Borgarfirði eystra

Skömmu fyrir jól fór fram fyrsti knattspyrnuleikurinn í nýrri og glæsilegri sparkhöll í Bakkagerðisþorpi á Borgarfirði eystra. Er hún í óupphitaðri skemmu og völlurinn lagður gervigrasi.  Auk heimamanna hefur fjöldi gesta verið á Borgarfirði yfir hátíðina og því ekki ólíklegt að ýmis tilþrif verði höfð frammi á nýja vellinum á næstu dögum. Til hamingju með nýju höllina ykkar Borgfirðingar! Nú verður væntanlega tekið á því.

20081224013637714.jpg

Lesa meira

Jóna Guðlaug blakkona ársins

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, blakkona úr Þrótti, hefur verið valin blakkona ársins hjá Blaksambandi Íslands. Jóna Guðlaug var fyrirliði Þróttar sem varð Íslands-, deildar- og bikarmeistari seinasta vetur.
 

Lesa meira

Nú er Gunna á nýju skónum!

Jólaball Fljótsdalshéraðs verður haldið í dag, laugardaginn 27. desember, í fjölnotasalnum í Fellabæ. Það er Lionsklúbburinn Múli sem býður upp á jólaballið. Allir Héraðsbúar og aðrir gestir eru boðnir velkomnir. Ballið byrjar klukkan þrjú í dag og lýkur um klukkan fimm. Það verður að sjálfsögðu dansað í kringum jólatréð og jólasveinar væntanlegir í heimsókn. Upplýsingar um jólaböll víðar í Austfirðingafjórðungi eru vel þegnar inn á vefinn.

90_15_57---christmas-tree_web.jpg

Kynning á undirbúningi vegna Norðfjarðarganga

Vegagerðin stendur  fyrir opnu húsi til  kynna framvæmdina Norðfjarðarvegur um Norðfjarðargöng, miðvikudaginn 7. janúar 2009 í Egilsbúð, Neskaupsstað kl. 17:00 - 19:00 og fimmtudaginn 8. janúar 2009 í Valhöll, Eskifirði kl. 17:00 -19:00.
Frummatsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Vegagerðarinnar
www.vegagerdin.is.

21_84_11_thumb.jpg

Fólki fjölgar á Djúpavogi

Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um mannfjölda á Austurlandi hefur fólki mest fjölgað í Djúpavogshrepp, um sex manns eða 1,33% og einnig hefur fjölgað á Seyðisfirði. Eru þetta einu byggðarlögin sem fjölgar í samkvæmt tölunum.

Íbúum fækkar í sjö sveitarfélögum Austurlands af níu. Í tveimur langfjölmennustu sveitarfélögunum, Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði fækkar íbúum umtalsvert sem skýrist að langmestu leyti af búferlaflutningi erlendra verkamanna tengdum Kárahnjúkavirkjun og byggingu álvers Alcoa Fjarðaáls erlendis. Hið sama má væntanlega segja um fækkun íbúa Fljótsdalshrepps. Íbúum í Fjarðabyggð fækkar úr 5.111 þann 1. desember 2007 í 4.736 1. desember síðastliðinn og á Fljótsdalshéraði fækkaði íbúum úr 4.073 í 3.707.

Lesa meira

Ásta Þorleifsdóttir ráðin framkvæmdastjóri

Stjórn Markaðsstofu Austurlands hefur ráðið Ástu Þorleifsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra. Hún mun koma til starfa í janúar og taka við af Kötlu Steinsson sem verið hefur framkvæmdastjóri Markaðsstofu Austurlands frá árinu 2004.

04_09_3---aircraft_web.jpg

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar