Sveinbjörn ekki farinn til Grindavíkur
Ekki hefur verið gengið frá kaupum úrvalsdeildarliðs Grindavíkur í knattspyrnu á Sveinbirni Jónassyni, framherja Fjarðabyggðar eins og fullyrt var í Morgunblaðinu í morgun.
Ekki hefur verið gengið frá kaupum úrvalsdeildarliðs Grindavíkur í knattspyrnu á Sveinbirni Jónassyni, framherja Fjarðabyggðar eins og fullyrt var í Morgunblaðinu í morgun.
Í gær var á Egilsstöðum veitt viðurkenning fyrir nýtt merki Þjóðleiks, leiklistarverkefnis á Austurlandi sem unnið er í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Nemendur þrettán skóla í fjórðungnum æfa nú frumsamin verk sem sýnd verða á leiklistarhátíð næsta vor á Fljótsdalshéraði. Sú sem hannaði verðlaunamerkið heitir Kristín Inga Vigfúsdóttir og hlýtur hún að launum hundrað þúsund krónur. Einkenni merkisins eru leikgrímurnar tvær, hlátur og grátur og koma útlínur Austurlandsfjórðungs við sögu í hláturgrímunni.
Nýr Austurgluggi kemur út í dag. Stöðfirðingar eiga drjúgan þátt í þessu blaði, því litið er við í versluninni Brekku á Stöðvarfirði og rabbað við verslunareigendur um jólaundirbúning í þorpinu. Þá skrifar Sólrún Friðriksdóttir á Stöðvarfirði samfélagsspegil að þessu sinni. Meðal annars efnis er umfjöllun um góðgerðarstarf eldri borgara á Eskifirði og undirbúning þeirra fyrir árlega skötuveislu, hugmyndir að hýbýlaprýði í kreppunni, fréttir og hinn sívinsæli Matgæðingur. Næsti Austurgluggi er helgaður jólum og kemur út 19. desember næstkomandi. Síðustu forvöð til að skila auglýsingum og jólakveðjum í jólablaðið eru á morgun, föstudag.
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt þá málaleitan Sparisjóðs Norðfjarðar að sveitarfélagið komi að því að auka eigið fé sparisjóðsins. Yfirtekur Fjarðabyggð lífeyrisskuldbindingar sparisjóðsins við Lífeyrissjóð Neskaupstaðar, en bæjarstjóður ber bakábyrgð á þeim. Andvirði þeirra skuldbindinga verður síðar breytt í stofnfé í sparisjóðnum.
Djúpavogshreppur og Fljótsdalshérað hafa skorað á Vegagerðina að opna Öxi í ljósi góðs veðurútlits og þess að mun minna fyrirtæki sé að ryðja veginn opinn eftir vegbætur í haust. Vegagerðin segist skilja sjónarmið sveitarfélaganna, en fjallvegurinn tilheyri snjómoksturflokki fjögur og eigi því aðeins að ryðja hann að hausti og vori en ekki á vetrum. Í snjómokstursframlögum til svæðisins í ár sé gert ráð fyrir tvö hundruð þúsund krónum til moksturs en Vegagerðin hafi þegar varið til þess fimm og hálfri milljón. Það sé á valdi samgönguyfirvalda að breyta snjómokstursreglum fyrir Öxi.
Síldarvinnslan í Neskaupstað reið á vaðið á dögunum og sendi Mæðrastyrksnefnd meira en fjögur tonn af sjófrystri ýsu til að leggja í matargjafir til þurfandi fólks. Nú hanga uppi í fyrirtækjum og stofnunum á Egilsstöðum áskoranir til veiðimanna og annars góðs fólks um að grafa úr frystikistum sínum kjöt og fisk og gefa Lionsklúbbnum Múla til úthlutunar fyrir jólin.
Vonandi verður þetta til þess að skapa einhvers konar bylgju um allt Austurland, þar sem fyrirtæki og einstaklingar finna hjá sér hvöt til að leggja hönd á plóg og veita nauðstöddum af örlæti sínu.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.