Skýlin enn laus
Varamannaskýli á Fellavelli eru enn laus og engin markatafla sjáanleg. Úrbótum átti að vera lokið í þessari viku.
Varamannaskýli á Fellavelli eru enn laus og engin markatafla sjáanleg. Úrbótum átti að vera lokið í þessari viku.
Í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi kom fram að Flosi Jón Ófeigsson á Egilsstöðum telur erfiðara fyrir samkynhneigða að koma út úr skápnum úti á landi. Flosi er samkynhneigður.
Hann segist hafa komið út úr skápnum þegar hann fluttist til Reykjavíkur um tíma. Hann segist líka hafa orðið fyrir grimmu einelti vegna þess hvernig hann var í skólanum á Egilsstöðum. Flosi tók fram að hann líður betur í dag. Í viðtali við Rás 2 í gær segist hann þekkja nokkra homma á Fljótsdalshéraði og þeir reyni að hittast annað slagið, fari í útilegar og annað slíkt.
Til að horfa á fréttina á RÚV er hægt að smella hér.
Hitamet var sett á veðurstöðinni á Höfn í Hornafirði, 22,8 stig, í seinasta mánuði.Hiti á veðurstöðvunum á Egilsstöðum og Dalatanga mældist 1,5°C hærri í júlímánuði miðað að við meðalár.
Fjarðabyggð og Höttur unnu í gær mikilvæga sigra í 1. og 2. deild karla í knattspyrnu. Huginn er kominn í úrslit þriðju deildar og Sindri er við þröskuldinn. Höttur er kominn í úrslit 1. deildar kvenna.
Í hlýindunum síðustu vikur hefur verið mikið innrennsli í Hálslón frá Brúarjökli. Undanfarna viku hefur innrennslið inn í lónið verið um það bil 33 milljón rúmmetrar á sólahring sem jafngildir að meðaltali innrennsli upp á rúma 380 rúmmetra á sekúndu. Þar af renna svo um 120 rúmmetrar á sekúndu til Fljótsdalsstöðvar til orkuframleiðslu.
.
Skiptum á búi Lagarfells ehf., rekstrarfélags veitinga- og skemmtistaðarins Hetjunnar í Fellabæ, er lokið. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 25,2 milljónum króna.
Forsvarsmenn Þekkingarnets Austurlands hefur kynnt hugmyndir um stofnum Rannsóknarsjóðs Austurlands. Tilgangur hans á að vera að efla rannsóknarstarf á Austurlandi og beina stuðningi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs í sameiginlegan farveg.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.