Allar fréttir

Egilsstaðaflugvöllur senn að bætast við leiðakerfi strætó

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings hefur lagt blessun sína yfir að bætt verði við strætóstoppi utan við flugstöðina á Egilsstöðum eins og mörg köll hafa verið eftir síðan tekið var upp bílastæðagjald við völlinn snemma í sumar.

Lesa meira

Breytingar í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar bíða nýs árs

Tveir rýni- og starfshópar sem Fjarðabyggð fékk til að greina og grandskoða breytingar til batnaðar í skólastarfi leik- og grunnskóla sveitarfélagsins til framtíðar hafa sett vinnu sína á ís til nýs árs sökum kjaradeilna Kennarasambands Íslands

Lesa meira

Fresta raforkuskerðingum til stórnotenda austanlands til áramóta

Hlýndakaflinn á landinu síðustu vikurnar hefur haft þau áhrif að staða miðlunarlóna Landsvirkjunar norðan- og austanlands hefur batnað verulega sem þýðir að raforkuskerðingar til stórnotenda, sem áttu að hefjast í þessari viku, hefjast ekki fyrr en um áramótin.

Lesa meira

Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum

Af þeim 27 fjölmiðlum sem hlutu rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla 2024 voru 13 staðbundnir fjölmiðlar og af þeim 10 staðsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Hver og einn af þessum staðbundnu miðlum þjónar gríðarlega mikilvægu hlutverki í sinni heimabyggð og styrkveitingin því sannarlega fagnaðarefni. 

Lesa meira

Opnum dyrnar fyrir gæfu og gleði

Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, hefur svo sannarlega barist með oddi og egg fyrir þjóðarátaki gegn fíknisjúkdómnum. Nú í aðdragand kosninga höfum við frambjóðendur Flokks fólksins heimsótt Rauða krossinn, lögregluna, heilbrigðisstofnanir og Sjúkrahúsið á Akureyri og öllum framangreindum aðilum ber saman að bæta þarf úrræði fyrir þá sem þjást af völdum geð- og fíknisjúkdóma.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar