Sem fræðimaður og áhugamaður um byggðamál skrifa ég hér átta stuttar greinar um mikilvægustu málin í Norðausturkjördæmi að mínu mati. Í þriðja sæti er uppbygging um allt land.
Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á andláti eldri hjóna í Neskaupstað í ágúst er á lokametrunum. Þar með styttist í útgáfu ákæru gegn manni sem grunaður er um að hafa ráðið þeim bana.
Hver króna sem fer til íþróttafélaga er króna sem skilar sér margfalt til baka í samfélagið. Um kosti íþróttastarfs á Íslandi verður ekki deilt. Starfið er faglegt, fjölbreytt og gott. Það sem hefur breyst á undanförnum árum er að íþróttir eru gríðarlega atvinnuskapandi. Félögin á Íslandi í dag eru orðin stærri og komin með fleiri starfsmenn í full störf. Ásamt því að afleidd störf tengd íþróttum á Íslandi, t.d. í ferðaþjónustu, eru orðin ansi mörg og drjúg.
Samfylkingin mælist stærst í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem kannar fylgi stjórnmálaflokka í Norðausturkjördæmi. Framsóknarflokkurinn gefur eftir í jafnri baráttu um þingsæti en Viðreisn sækir áfram í sig veðrið.
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, sendi í sumar frá sér bók um langafa sinn, Sigurð Gunnarsson, sem setti mark sitt á mannlíf á Austurlandi á 19. öld. Í bókinni eru meðal annars áður óbirtar heimildir sem varpa ljósi á lífið á Austurlandi og Íslandi um miðja öldina.
Sem áhugamaður um byggðamál og fræðimaður skrifa ég hér átta stuttar greinar um mikilvægustu málin í Norðausturkjördæmi að mínu mati. Í öðru sæti er beint flug til útlanda.