Sjávarútvegsfyrirtækið Eskja á Eskifirði hóf síðasta vetur að nota nýtt námsumhverfi, LearnCove, til að halda utan um námskeiðahald og menntun starfsfólks. Rekstrarstjóri segir hraða tækniþróun kalla á nýja færni.
Sérstök gintegund, merkt Six Rivers sem heldur utan um veiði í sex laxveiðiám á Norð-Austurlandi, hefur gert samning við sænskan ginframleiðanda um framleiðslu á sérstöku gini undir sínu nafni. Hluti söluhagnaðar á að renna til að vernda villta Atlantshafslaxinn.
Ingeborg Eide Garðarsdóttir frá Fáskrúðsfirð var meðal þeirra fimm íþróttamanna sem á laugardag flugu til Parísar þar sem Paralympics, eða Ólympíuleikar fólks með fötlun, verða settir á miðvikudag. Ingeborg, sem keppir í kúluvarp, hefur einbeitt sér að íþróttinni á þessu ári með góðum árangri.
Farþegar skemmtiferðaskipa sem koma til Borgarfjarðar eystra eru áhugasamir um þá starfsemi sem fyrirfinnst á staðnum. Þeir eru duglegir að nýta skipulagðar ferðir sem í boði eru í framleiðslu Íslensks dúns og KHB Brugghús.
Bóndi í Breiðdal segist einu sinni áður á tæplega 40 ára búskaparferli hafa lokið fyrsta slætti síðar en í ár. Óveðrið í byrjun júní leiddi af sér keðjuverkun og þurrkur hefur verið ótryggur. Einhverjir bændur eru enn eftir.
Minningarstund verður haldin í Norðfjarðarkirkju í kvöld. Áfallamiðstöð er áfram opin í félagsheimilinu Egilsbúð meðan samfélagið vinnur úr sviplegum atburðum síðustu viku.