Allar fréttir
„Fólk er harmi slegið yfir atburðum vikunnar“
Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og íbúi í Neskaupstað, segir íbúa þar harmi slegið eftir svipleg dauðsföll í vikunni. Áfallamiðstöð verður opnuð í félagsheimilinu á morgun til að styðja við íbúa.Kona setti Menntaskólann á Egilsstöðum fyrsta sinni
Tímamót urðu fyrr í vikunni þegar Menntaskólinn á Egilsstöðum (ME) var settur og það af hálfu konu en það aldrei gerst áður í 45 ára sögu skólans.
Komin nokkur skýr mynd á atburðina í Neskaupstað
Lögregla telur sig vera komin með nokkuð skýra mynd á atburðina sem leiddu til þess að hjón á áttræðisaldri fundust látin í íbúðarhúsi í Neskaupstað í gær. Gæsluvarðhalds verður krafist síðar í dag yfir manni sem grunaður er um að vera valdur að andláti þeirra.Grunur beindist strax að þeim handtekna
Grunur lögreglu beindist strax að manni sem er í haldi lögreglu í tengslum við andlát hjóna á áttræðisaldri í Neskaupstað í dag. Eftirgrennslan lauk með handtöku hans um einum og hálfum tíma eftir að hún hófst.Allt á kafi í snjó uppi við Snæfell
Landverðir í Snæfellsskála ráða fólki frá ferðum upp á svæðið vegna snjós sem safnast hefur fyrir undanfarinn sólarhring. Þar er allt orðið hvítt.Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn
Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi á Norðfirði. Tveir einstaklingar hafa verið úrskurðaðir látnir. Einn verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Ekki er grunur um að fleiri tengist málinu.