Landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs eru komnir aftur inn í Snæfellsskála eftir að hafa farið þaðan á föstudag eftir mikla snjókomu. Vegurinn þangað er aðeins fær breyttum jeppum.
Möguleikar KFA á að komast upp úr annarri deild karla biðu alvarlega hnekki um helgina þegar liðið tapaði fyrir KFG. Öll austfirsku liðin töpuðu leikjum sínum um helgina.
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur í Egilsstaðaprestakalli kveður söfnuð sinn á sunnudag en hún hefur verið valinn nýr prestur í Skálholtsprestakalli. Leit er að hefjast að arftaka hennar.
Íbúum á Borgarfirði eystra hefur verið ráðlagt að sjóða neysluvatn sitt eftir að mengun greindist í því. Slíkt hefur áður gerst eftir mikla úrkomutíð. Koma þarf upp öflugri mengunarvörnum til framtíðar.
Björgunarsveitirnar Jöklar og Hérað björguðu í dag fólki sem hafði lent í vandræðum í vetrarferð í nágrenni Snæfells. Vegir á svæðinu eru skráðir ófærir.
Lögreglan á Austurlandi heldur áfram að afla gagna varðandi andlát hjóna í heimahúsi í Neskaupstað síðasta fimmtudag. Maður, grunaður um verknaðinn, sætir gæsluvarðhaldi og einangrun fram til föstudags.
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um viku langt gæsluvarðhald og einangrun yfir manni sem handtekinn var í gær í tengslum við andlát hjóna í Neskaupstað.