Allar fréttir
Hvetja til ýtrustu varkárni við ferðir á höfuðborgarsvæðið
Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi hvetur íbúa og forsvarsfólk fyrirtækja og stofnana í fjórðungnum til að fara yfir smitvarnir sínar og skerpa á verklagi ef þess er þörf. Harðari takmarkanir tóku gildi á miðnætti.Góð veiði af glimrandi síld
Beitir NK kom til Neskaupstaðar í gærkvöldi með 1.300 tonn af síld. Löndun úr honum hófst strax og löndun úr Berki NK lauk en Börkur var með 860 tonn.Kanna verð á grasi á Vopnafjarðarvöll
Fyrir liggur að sennilega þarf að skipta út grasinu á Vopnafjarðarvelli. Kannað verður hvort sé hagkvæmara að fá nýtt gras eða gervigras. Minnihlutinn í sveitarstjórn lagði fram tillögu um að málið yrði kannað á síðasta sveitarstjórnarfundi og var sú tillaga samþykkt samhljóða.Tókst að útvega nær öllum leikskólapláss
Tekist hefur að útvega nær öllum sem vildu leikskólapláss á Egilsstöðum og nágrenni úrlausn sinna mála. Aðeins skorti örfá pláss fyrir yngstu börnin sem sótt hafði verið um pláss fyrir í vor þegar lausum plássum var úthlutað.Líkamsræktarstöðvum í Fjarðabyggð lokað
Vegna hertra sóttvarnarráðstafana hefur líkamsræktarstöðvum í Fjarðabyggð verið lokað frá og með gærdeginum. Gert er ráð fyrir þessum lokunum að minnsta kosti næstu tvær vikurnar að því er segir á vefsíðu Fjarðabyggðar.