Gauti Jóhannesson, oddviti Sjálfstæðisflokks, verður forseti bæjarstjórnar i sveitarfélaginu Múlaþingi. Kosið var í ráð og nefndir, þar á meðal heimastjórnir, á fyrsta fundi sveitarstjórnar hins nýja sveitarfélags í gær. Miðflokkurinn fékk enga fulltrúa með atkvæðisrétt í ráð og nefndir.
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur þá sem koma til Austurlands eftir dvöl á höfuðborgarsvæðinu til að halda sig til hlés í 14 daga eftir að komið er inn á svæðið til að hindra útbreiðslu Covid-19 smita.
Seyðisfjarðarbær og Samtök sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) hafa gert samning við myndlistarmiðstöðina Skaftfell um fjárstuðning. Nemur upphæðin samtals 10 milljónum kr. á ári næstu fimm árin.
Sveitarstjórn nýs sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti á fyrsta fundi sínum í gær að sameinað sveitarfélag muni heita Múlaþing.
Austfirsk fyrirtæki og stofnanir hafa síðustu daga sent tilmæli til starfsmanna um að fara ekki til höfuðborgarsvæðisins og jafnvel beðið þá sem eru að koma þaðan að vinna heima hjá sér fyrstu dagana á eftir.
Fjarðabyggð og Íslenska gámafélagið eiga enn í viðræðum um framtíðarfyrirkomulag sorphirðu í sveitarfélagið. Ljóst er að hún mun taka töluverðum breytingum um áramótin.
Útlit er fyrir að nafnið Múlaþing verði staðfest sem nafn á sameinað sveitarfélag Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar á fyrsta fundi sveitarstjórnar í dag. Skiptar skoðanir eru um nafnið samkvæmt skoðanakönnun Austurfréttar/Austurgluggans.