Allar fréttir

Andlát: Elma Guðmundsdóttir

Hulda Elma Guðmundsdóttir, fyrrum ritstjóri Austurlands og bæjarfulltrúi í Neskaupstað, lést í gær 77 ára að aldri á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík.

Lesa meira

Hinn nýi Börkur er kominn til Skagen

Börkur, hinn nýi togari Síldarvinnslunnar (SVN) er komin til Skagen í Danmörku. Þar verður smíði togarans lokið. Börkur var dreginn til Skagen frá Gdynja í Póllandi.

Lesa meira

Þórunn vill bætur til bænda vegna kalskemmda

Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á alþingi í upphafi vikunnar kom fram að fyrir Bjargráðasjóði liggja nú samtals 271 umsókn frá bændum austan- og norðanlands vegna 4.700 hektara af kalskemmdum. Ráðherra segir að lítið fé sé til staðar í sjóðnum.
Eins og fram hefur komið áður ollu kalskemmdir í túnum bændum hér Austanlands töluverðum búsifjum í sumar og var heyfengur á sumum bæjum ekki nema svipur hjá sjón miðað við fyrri sumur.

Lesa meira

Æfir hvorki né keppir á meðan lögreglurannsókn stendur

Stjórn Ungmennafélags Einherja á Vopnafirði hefur ákveðið að erlendur leikmaður, sem grunaður er um líkamsárás um síðustu helgi, muni hvorki æfa né keppa með liðinu meðan lögregla rannsakar mál hans. Stjórn félagsins segir lýsingu leikmannsins af atvikinu ekki samræmast þeim fréttum sem af því hafa birst.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.