Allar fréttir

„Svona ástand krefur þig um að hugsa í lausnum eða drepast“

Að færa veitingavagninn Fjallkonuna var svar aðstandenda Hótel Hildibrands í Neskaupstað við því breyttum veitingamarkaði á tímum covid-19 veirunnar. Þeir segjast treysta á viðskipti heimamanna í sumar sem virðast vera komnir á bragðið af lambakebabi.

Lesa meira

Hvalreki á Héraðssandi

Fimmtán metra langan búrhvalstarf rak á land skammt frá ósi Fögruhlíðarár á Héraðssandi í síðustu viku. Hvalasérfræðingar eru áhyggjufullir yfir vaxandi fjölda hvalreka á norðurslóðum.

Lesa meira

Austfirskir hátíðahaldarar skoða sumarið

Forsvarsmenn Bræðslunnar stefna ótrauðir á að halda hátíðina í sumar, þótt ekki sé útséð um reglur um samkomur. Engin ákvörðun liggur enn fyrir um LungA eða Eistnaflug.

Lesa meira

Þroskaskeið mannkyns

Í þroskasálfræði er oft talað um að erfiðleikar ýti undir þróun og breytingar. Þetta eru aðstæður sem gera okkur kleift að þroskast, vaxa og styrkjast andlega og læra meira um okkur sjálf. Þannig má segja að þessir fordæmalausu tímar kóróna-faraldursins færi okkur, fyrir utan harm og erfiðleika, líka möguleika til að þroskast og læra af reynslunni, sem einstaklingar, samfélag og sem heimsborgarar.

Lesa meira

Tvær vikur frá síðasta smiti

Í dag eru sléttar tvær vikur frá því síðast greindist covid-19 smit á Austurlandi. Af þeim átta sem alls hafa greinst á svæðinu er einn einstaklingur enn með virkt smit og því í einangrun.

Lesa meira

Ítreka takmarkanir á notkun íþróttasvæða

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur íbúa í fjórðungnum til að virða tilmæli um takmörkun á íþróttavöllum sem í gildi eru til að hindra útbreiðslu Covid-19 veirunnar.

Lesa meira

Aðeins einn eftir með virkt smit

Aðeins einn einstaklingur er enn í einangrun á Austurlandi vegna covid-19 smits. Ekkert nýtt smit hefur greinst í fjórðungnum frá 9. apríl.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar