Aðgerðastjórn almannvarnanefndar á Austurlandi varar við því að óheftur fjöldi ferðamanna á Austurlandi gæti aukið mjög á smithættu. Þess vegna sé mikilvægt að ferðamenn fari í sóttkví líkt og þeir sem búsettir eru hérlendis gera eftir að þeir koma erlendis frá.
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra, sem heimilar innflutning og ræktun iðnaðarhamps, tekur gildi í dag. Flytja má inn plöntur svo lengi sem innihald vímuefnisins THC er ekki í nýtanlegu magni, eða undir 0,2%.
Almannavarnir á Austurlandi hvetja foreldra og forráðamenn barna á grunnskólaaldri að brýna fyrir börnum sínum reglur um samskiptafjarlægð. Yfirlögregluþjónn segir fulla ástæðu til að minna á að engar tilslakanir hafa enn tekið gildi.
Ríflega 20 farþegar voru með Norrænu þegar skipið kom til Seyðisfjarðar í morgun. Afgreiðsla skipsins gekk vel en allir farþegarnir fara í sóttkví út af covid-19 faraldrinum. Mánuður er síðan skipið kom síðast til Seyðisfjarðar.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ótta við að bakslag komi í góðan árangur í baráttunni við útbreiðslu covid-19 veirunnar ekki bundinn við þá landshluta sem sloppið hafa best til þessa, svo sem Austurland.