Seyðfirðingar tóku höndum saman í morgun og máluðu Norðurgötuna í regnbogalitunum. Fegrun götunnar, sem á sínum tíma átti að vera til skamms tíma, er orðið eitt helsta kennileiti staðarins.
Ekkert nýtt covid-19 smit hefur greinst á Austurlandi undanfarinn sólarhring. Minnt er á andlegan stuðning sem hægt er að leita eftir á þessum erfiðu tímum.
Rúm vika er frá því að lundinn settist upp í Hafnarhólmann á Borgarfirði. Það gerði hann að kvöldi skírdags. Útlit er fyrir að heldur færri heimsæki fuglinn í hólmanum í ár heldur en síðustu ár.
Aðstandendur sjónvarpsþáttanna Háski: Fjöllin rumska, sem fjalla um snjóflóðin í Neskaupstað 1974, hafa fengið mikil viðbrögð eftir að þættirnir voru sýndir í sjónvarpi. Öll viðtöl sem tekin voru fyrir þættina hafa verið send til varðveislu austur í Neskaupstað.