Tvö fyrirtæki voru á síðasta ári fengin til að gera úttekt á starfsanda innan Slökkviliðs Fjarðabyggðar. Bæjarstjóri segir sveitarfélagið fordæma hvers konar einelti, ofbeldi og kynferðislega áreitni. Samkvæmt heimildum Austurfréttar hafa fleiri en eitt eineltismál komið upp innan liðsins síðustu misseri. Dómsmál hefur verið höfðað á hendur sveitarfélaginu vegna ólögmætrar uppsagnar vegna eineltis.
Uppsjávarveiðiskipið Janus, áður Börkur NK, er farið úr höfninni á Reyðarfirði þar sem það hefur verið í tæp tvö ár. Búið er að selja skipið til Mexíkó.
Austfirðingar hafa sýnt af sér mikla þolinmæði við erfiðar aðstæður vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Ekkert virkt smit er þekkt í fjórðungnum í dag.
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur stofnanir og fyrirtæki til að halda áfram árvekni og skipulagi sem komið hafi verið á til varna gegn Covid-19 veirunni. Tveggja metra reglan muni vara áfram næstu vikur.
Slökkviliðið á Vopnafirði var í gær kallað út vegna elds í vélageymslu að bænum Skjaldþingsstöðum. Flest önnur tæki en kaffikannan í skemmunni sluppu en aðstæður voru ekki glæsilegar er brunaliðið kom að.
Mörgum þáttum samfélagsins hefur verið kippt úr skorðum vegna samkomubannsins. Fjöldasamkomur eins og íþróttaæfingar eða hóptímar í hverskonar hreyfingu eru ekki lengur í boði. Það þýðir að margir hætta þeirri hreyfingu sem þau voru vön að stunda. Mikilvægt er að glata ekki virkninni um þessar mundir og þetta á sérstaklega við um eldra fólk.