Allar fréttir

Embætti lögreglustjóra verður auglýst

Engin áform eru á þessari stundu um að sameina embætti lögreglustjórans á Austurlandi öðru embætti. Dómsmálaráðherra hefur boðað að farið verði yfir skipulag lögregluembætta á landsvísu.

Lesa meira

Bæta þarf akstursbraut við flugvöllinn á Egilsstöðum

Forgangur uppbyggingar Egilsstaðaflugvallar sem varaflugvallar millilandaflugs fyrir Keflavíkurvöll er ítrekaður í nýrri skýrslu stýrihóps um flugvallarkosti á suðvesturhorni landsins. Nauðsynleg uppbygging er metin á rúma tvo milljarða króna.

Lesa meira

Afmæli, ljósleiðari og byggðastefna

Sigfús Vilhjálmsson á Brekku í Mjóafirði varð 75 ára 28. nóvember. Í tilefni dagsins fór hann á bingó á Egilsstöðum, þar sem hann hreppti vænan vinning. Ekki er sjálfgefið að fært sé á milli Egilsstaða og Brekku á þessum árstíma og ýmsir hafa á orði að vegurinn sé oftast lokaður frá því í sláturtíð og fram á sauðburð.

Lesa meira

Víða hitamet á Austfjörðum

Dægurhitamet féllu víða á Austurlandi í hitabylgjunni sem gengið hefur yfir landið síðustu daga. Nokkur þeirra voru yfir hæsta hitastigi sem áður hefur mælst hérlendis í desember.

Lesa meira

Framkvæmdir við leikskólann á Eskifirði hefjast vonandi 2021

Hönnun á leikskólanum Dalborg á Eskifirði seinkaði og er ekki lokið eins og stóð til. Aðeins frumhönnun hefur verið gerð. Þetta kom fram á íbúafundi á Eskifirði þar sem fulltrúar bæjarráðs Fjarðabyggðar voru spurðir út í stöðuna á leikskólanum.

Lesa meira

Nýtt miðbæjarskipulag fyrir Eskifjörð árið 2020

Í ár var samþykktur kaupsamningur milli Sveitafélagsins Fjarðabyggðar og Eskju á Eskifirði um kaup og niðurrif á fasteignunum í Strandgötu 38, 38A, 40 og 42 á Eskifirði. Einnig verður farið endurskoðun á miðbæ Eskifjarðar. Þetta kom fram íbúafundi sem fram fór á Eskifirði á vegum íbúasamtakanna þar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar