Allar fréttir
„Leikur sem hefur húmor og skemmtir fjölskyldum, vinum og spilahópum“
Héraðsbúinn fyrrverandi Ingvi Þór Georgsson stendur í ströngu um þessar mundir. Hann er að gefa út nýtt íslenskt blekkingarspil sem heitir Lortur í Lauginni. Hann stendur fyrir Karolina Fund söfnun til að fjármagna spilið.
Söguspor á Vopnafirði
Glöggir gestir á Vopnafirði kunna að hafa tekið eftir litríkum fótsporum sem feta sig eftir gangstéttum þorpsins. Fótsporin eru hluti af verkefninu „Vappað um Vopnafjörð“ sem ætlað er að vekja athygli á bæði sögu staðarins og lífinu þar.Framhaldsuppboði á Eiðum frestað
Ekki varð af framhaldssölu á Eiðum í dag, en framhaldsuppboð á eigninni hafði verið auglýst eins og fram kemur í frétt hér á austurfrett.is frá 29. október.Lárus Bjarnason, sýslumaður, var hálfnaður á leið sinni til Eiða þegar boð komu frá Landsbankanum, sem var eini uppboðsbeiðandinn, um að bankinn hefði afturkallað beiðnina.
Tökulið Clooney sótt
Boeing 757 þota lenti á Egilstaðaflugvelli í morgun eins og glöggir Héraðsbúar tóku eftir. Þetta er sama vél og kom til landsins með tökulið nýjustu kvikmyndar George Clooney.
Öræfahjörðin í Bókakaffi
Dr. Unnur Birna Karlsdóttir kynnti nýútkomna bók sína, Öræfahjörðin - saga hreindýra á Íslandi, í Bókakaffi á laugardaginn var.
Bókin, sem er í flokki fræðirita, er mikið verk, 283 blaðsíður og prýdd fjölda ljósmynda, þar á meðal eftir Skarphéðinn G. Þórisson, sem er hreindýrasérfræðingur Náttúrustofu Austurlands.
„Coco Chanel, Édith Piaff og Picasso. Sjitt, það yrði gott partý!“
Heiðdís Halla Bjarnadóttir er grafískur hönnuður og myndlistarkona. Hún verður með sýningu á verkum sínum í Frystiklefanum á Borgarfirði eystri í kvöld. Sýningin er hluti af Dögum myrkurs.