Undanfarnar tvær vikur hafa tvær konur frá Ástralíu verið í heimsókn á Fáskrúðsfirði.Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þær stöllur Maxine og Lorraine koma til Íslands. Þær tilheyra hópi sem kallast „áströlsku stelpurnar.“
Á laugardaginn var komst Leiknir á Fáskrúðsfirði upp í fyrsta sæti annarar deildar með sigri á Vestra. Þá er ein umferð eftir í deildinni þar sem Leiknir getur tryggt sér deildarmeistaratitil í leik við Fjarðabyggð.
Um mitt sumar hófust framkvæmdir við þriðja hluta snjóflóðavarnargarðanna norðan við Neskaupstað. Áætluð verklok eru 1. desember 2021. Vinnan gengur vel þrátt fyrir smá tafir í byrjun.
Umhverfisstofnun, í samstarfi við landeigendur jarðanna Heyskála, Hrafnabjarga og Unaóss yst á Fljótsdalshéraði hafa lagt fram hugmyndir að jarðirnar verði friðlýstar. Stórurð og Stapavík eru meðal náttúruminja sem falla innan friðlýsta svæðisins.
Fasteignamat íbúðarhúsa í Fjarðabyggð hefur hækkað umtalsvert á síðustu árum. Um síðustu áramót hækkaði matið að meðaltali um rúm 10% en þónokkuð meira á Reyðarfirði, Eskifirði og Norðfirði eða um 14-15%. Um næstu áramót munu þau svo aftur hækka að meðaltali um 6,5%.
Ráðist verður í umfangsmiklar viðgerðir á brúnni yfir Lagarfljót milli Egilsstaða og Fellabæjar á næstu mánuðum. Hámarkshraði á brúnni var lækkaður niður í 30 km/klst. í sumar vegna skemmda.
Benedikt Karl Gröndal hefur verið ráðinn nýr blaðamaður hjá Útgáfufélagi Austurlands sem heldur úti vikublaðinu Austurglugganum og vefmiðlinum Austurfrétt.