Allar fréttir

Ormsteiti hefst: Með nýju sniði á nýjum tíma

Ormsteiti, héraðshátíð á Fljótsdalshéraði, hefst um helgina og stendur frammyfir næstu helgi. Nokkur óvissa hefur ríkt um framtíð hátíðarinnar en hún er nú haldin með breyttu sniði á nýjum tíma undir stjórn Halldórs Warén. 

Lesa meira

Loppa er nýja sjoppan á Fáskrúðsfirði

Í sumar opnaði söluskálinn á Fáskrúðsfirði aftur þegar nýjir rekstraraðilar tóku við en hann hafði þá verið lokaður frá áramótum. Parið Birgir Björn Birgisson og Eydís Lilja Ólafsdóttir tóku við skálanum og segir Birgir að reksturinn fari vel af stað. 

Lesa meira

Virðingarvika í ME: Læra um taubleyjur og plastlausar blæðingar

Þessi vika er tileinkuð virðingu í Menntaskólanum á Egilsstöðum.  „Megin inntakið er að nemendur átti sig á því að við höfum öll áhrif og við skiptum öll máli. Virðing er ákveðið leiðarstef í því,“  segir Hildur Bergsdóttir, félagsráðgjafi hjá nemendaþjónustu ME.

Lesa meira

Piparsveinablokkin á Eskifirði fær andlitslyftingu

Stefnt er að því að umfangsmiklum viðhaldsframkvæmdum á fjölbýlishúsinu að Bleiksárhlíð 32 á Eskifirði ljúki að mestu í mánuðinum. Blokkin er af heimamönnum þekkt sem „Piparsveinablokkin.“

Lesa meira

Plastlaust Austurland: „Við þurfum að gera eitthvað“

Hús handanna stendur fyrir dagskrá um helgina með yfirskriftinni Plastlaust Austurland. Lára Vilbergsdóttir hjá Húsi handanna segir að það geti verið auðveldara fyrir lítil samfélög að verða umhverfisvænni en stærri. 

Lesa meira

Leiknir - Vestri: Úrslitaleikur í annari deild

Það verður sannkallaður toppslagur í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardaginn þegar Vestri sækir Leikni Fáskrúðsfirði heim. Liðin skipa tvö efstu sætin í 2. deild nú þegar tvær umferðar eru eftir og má því nánast kalla leikinn úrslitaleik í deildinni.

Lesa meira

Heimsóknir Austfirðinga til sérgreinalækna með fátíðasta móti

Íbúar á Austurlandi eru þeir íbúar landsins sem síst nýta sér þjónustu sérgreinalækna, sé ásókn í þjónustu þeirra borin saman eftir búsetu. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir unnið að nýjum samningum við sérgreinalækna til að efla þjónustu þeirra á landsbyggðinni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar