Allar fréttir
Tækifæri til að spyrja heilbrigðisráðherra beint út
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, er væntanleg austur á land á fimmtudag til að kynna heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Ráðherra ásamt fleirum mun þá sitja fyrir svörum um stefnuna á opnum fundi.Koss hrafnsins settur upp í Herðubreið
Æfingar hafa nú staðið í viku á óperunni Koss hrafnsins, eða The Raven‘s Kiss, sem sýnd verður í fyrsta skipti hérlendis þegar hún verður sviðsett í Herðubreið á Seyðisfirði um helgina. Æfingar hafa staðið í rúma viku en í ýmis horn er að líta við uppsetninguna.Makríllinn feitari og fyrr á ferðinni en undanfarin ár
Makrílvertíðin í ár hefur gengið með miklum ágætum að sögn þeirra Friðriks Mars Guðmundssonar og Kjartans Reynissonar hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði.
„Fólk grípur pennann um leið og það veit hvað er í gangi“
Einar Hansberg Árnason er nú hálfnaður í hringferð sinni til að vekja athygli á átaki Unicef „Stöðvum feluleikinn“ þar sem barist er gegn ofbeldi á börnum á Íslandi. Einar skíðar, rær og hjólar í 36 sveitarfélögum hringinn í kringum landið og fer um Austfirði í dag.Icelandair vill hraða uppbyggingu á Egilsstaðaflugvelli
Icelandair Group telur hagkvæmast að byggja flugvöllinn á Egilsstöðum upp sem varaflugvöll fyrir Keflavíkurflugvöll. Félagið varar hins vegar við hugmyndum um gjaldtöku til uppbyggingar varavöllum.Guðný Gréta Íslandsmeistari í bogfimi
Guðný Gréta Eyþórsdóttir frá Fossárdal í Berufirði vann í sumar Íslandsmeistaratitil í sveigboga kvenna.