Allar fréttir

Ellefu marka leikur í Fjarðabyggð: Aldrei lent í svona leik

Ellefu mörk voru skoruð í leik Fjarðabyggðar og Kára í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardag þegar liðin mættust í annarri deild karla í knattspyrnu. Fjarðabyggð skoraði sjö markanna en gestirnir fá Akranesi fjögur. Þjálfari Fjarðabyggðar segir leikinn hafa verið stórskemmtilegan en hann þurfi að fara yfir varnarleik síns liðs.

Lesa meira

Safna undirskriftum til að knýja á um Fjarðarheiðargöng

Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar hratt í gær af stað undirskriftasöfnun á Seyðisfirði, Egilsstöðum og í Fellabæ til þess að knýja á um að Fjarðarheiðargöng verði færð framar í samgönguáætlun. Undirskriftirnar á að afhenda samgönguráðherra þegar hann kemur austur til að kynna skýrslu um gangakosti til Seyðisfjarðar á miðvikudag.

Lesa meira

Töldu mikilvægt að tryggja verndun Hellisfjarðar

Kaup ríkisins á jörðinni Hellisfirði, í samnefndum firði við hlið Norðfjarðar, er hluti af áformum um vernd Gerpissvæðisins og óbyggðra svæða. Í firðinum sé að finna fágætt náttúrufar sem fengið hafi að þróast án álags frá manninum.

Lesa meira

Gæsluvarðhald framlengt í hnífsstungumáli

Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa sært annan lífshættulega með hnífi í Neskaupstað um miðjan júlí, hefur verið framlengt um fjórar vikur.

Lesa meira

Allvíða grátt í fjöll

Íbúar á Austfjörðum vöknuðu allvíða við það í morgun að grátt var í fjöll. Fyrstu vegfarendur yfir Fjarðarheiði og Möðrudalsöræfi þurftu að fara varlega vegna krapa á vegum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.