Allar fréttir

Sagt um gangaskýrslu

Samgönguráðherra kynnti í gær á tveimur fundum skýrslu starfshóps um jarðgangatengingar til Seyðisfjarðar. Seinni fundurinn var opinn og þar tóku ýmsir til máls sem lýstu skoðunum sínum á tillögum hópsins um að byrjað verði á göngum undir Fjarðarheiði og þaðan haldið áfram til Norðfjarðar um Mjóafjörð. Austurfrétt hefur tekið saman nokkur viðbrögð frá fundinum og víðar við tillögunum.

Lesa meira

„Sá valkostur sem hér er valinn er augljóslega sá besti“

Formaður Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) segir þörf á breiðri samstöðu til að tryggja að ráðist verði í þau jarðgöng sem starfshópur um jarðgöng til Seyðisfjarðar leggur til. Þau muni hafa lykiláhrif á framtíð Austurlands.

Lesa meira

Fljótsdalsdagurinn orðinn að heilli helgi

Fljótsdælingar ætla að gera sér glaða daga um helgina og halda upp á töðugjöld. Til þessa hafa Fljótsdælingar verið með einn dag sem hluta af Ormsteiti en gleðin teygir sig nú yfir fjóra daga. Oddvitinn segir að vilji hafi verið til að gefa viðburðum í sveitinni meira rými.

Lesa meira

„Þetta er í takt við vilja Seyðfirðinga“

Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar fagnar langþráðri skýrslu sem samgönguráðherra kynnti í morgun um jarðgangakosti til staðarins. Baráttu þeirra fyrir göngum er þó hvergi nærri lokið.

Lesa meira

Vilji til að byrja á Fjarðarheiðargöngum fyrir 2028

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, voru í gær afhentir listar með um 1800 undirskriftum með áskorun um að hafist verði handa við Fjarðarheiðargöng fyrr en áætlað er í gildandi samgönguáætlun. Ráðherrann segir vilja til að byrja fyrr.

Lesa meira

Fyrst göng undir Fjarðarheiði, síðan til Norðfjarðar um Mjóafjörð

Starfshópur sem fyrrum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipaði til að meta jarðgangakosti til Seyðisfjarðar telur það hagkvæmast fyrir Mið-Austurland að gera jarðgöng frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar og þaðan áfram til Mjóafjarðar og loks Norðfjarðar. Fjarðarheiðargöng yrðu fyrsti áfanginn í þessari tengingu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar