Allar fréttir

Væri skelfilegt ef leikfélagið leggðist af vegna streitu

Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir hefur átt stóran þátt í því að endurvekja Leikfélag Norðfjarðar, sem legið hafði í dvala í mörg ár. Hún segir slíka menningarstarfsemi skipta miklu máli fyrir samfélagið en fleiri verði að leggja hönd á plóg eigi það að halda velli til frambúðar.

Lesa meira

„Ég held að bragurinn yfir veiðunum sé góður í dag”

Aðeins helmingur þeirra sem sækjast eftir hreindýraveiðileyfi fá úthlutað, en ásóknin er mun meiri í tarfana en kýrnar. Þetta sagði Jóhann Guttormur Gunnarsson, starfsmaður Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum í þættinum Að Austan á N4 í liðinni viku.

Lesa meira

Ekki fannst loðna í síðasta leitarleiðangri

Síðasta loðnuleitarleiðangri lauk í gærkvöldi þegar Polar Amaroq kom til hafnar í Reykjavík eftir rúmlega vikuferð umhverfis landið. Ekkert fannst neitt sem breytir stöðunni í loðnuveiðum.

Lesa meira

Garga, góla, gráta og hlægja yfir norðurljósunum

„Aðal spurningin er hvort það verði norðurljós í kvöld og þá klukkan hvað,” segir Fjóla Þorsteinsdóttir, leiðsögumaður í Norðurljósahúsi Íslands á Fáskrúðsfirði. Þátturinn Að Austan á N4 leit þar við á dögunum.

Lesa meira

Um 20 Austfirðingar í heimasóttkví

Um tuttugu Austfirðingar eru nú í heimasóttkví til að koma í veg fyrir útbreiðslu mislinga. Um sjö hundruð manns hafa verið bólusettir undanfarna daga.

Lesa meira

Þarf meira en hliðhollan ráðherra hverju sinni

„Það verður bara að fá það á hreint hvort Íslendingar vilja yfir höfuð að stundaður sé landbúnaður á Íslandi, við þær aðstæður sem við búum við hér á hjara veraldar,” sagði Halla Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og sauðfjárbóndi á Héraði í þættinum Að austan á N4 í síðustu viku.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar