„Einhvernveginn þróaðist bókaklúbbur okkar vinkvennanna, sem haldið er úti landshorna á milli, í hlaðvarp,” segir Birna Ingadóttir á Reyðarfirði, sem ásamt tveimur vinkonum sínum er með hlaðvarpsþáttinn Ískisur á Storytel þar sem þær deila umræðum sínum um Ísfólkið, létterótísku bókaseríuna sem tröllreið íslensku samfélagi á 9. áratuginum.
„Tilgangur félagsins er að styðja við búsetu, mannlíf og þjónustu á staðnum,” segir Þórhalla Guðmundsdóttir, formaður Fjarbúafélags Borgarfjarðar eystra, sem stofnað var fyrir stuttu.
Íslensk getspá, rekstraraðili Lottós, leitar að tveimur vinningshöfum sem keyptu miða sína á Austurlandi en hafa ekki enn vitjað vinninga að andvirði 30 milljóna króna.
Starfsmenn embættis Sýslumannsins á Austurlandi hafa óskað liðsinnis sveitarstjórna á svæðinu til að þrýsta á að leysa úr fjárhagsvanda embættisins. Starfsmennirnir hafa tekið á sig lækkun á starfshlutfalli til að mæta hallarekstri.
Daníel Geir Moritz hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri bæjarhátíðarinnar Franskra daga á Fáskrúðsfirði. Daníel Geir segist hlakka til vinnunnar sem framundan er við að undirbúa hátíð sumarsins.
„Áhorfendur mega búast við mikilli skemmtun og einnig því að átta sig betur á því um hvað við unglingarnir erum að hugsa,” segir Hildur Vaka Bjarnadóttir Klausen, formaður Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum, en félagið frumsýnir söngleikinn Thriller í leikstjórn Ísgerðar Gunnarsdóttur í Valaskjálf á laugardagskvöldið.