Allar fréttir

„Við erum ekkert að reyna að ganga fram af hlustendum”

„Einhvernveginn þróaðist bókaklúbbur okkar vinkvennanna, sem haldið er úti landshorna á milli, í hlaðvarp,” segir Birna Ingadóttir á Reyðarfirði, sem ásamt tveimur vinkonum sínum er með hlaðvarpsþáttinn Ískisur á Storytel þar sem þær deila umræðum sínum um Ísfólkið, létterótísku bókaseríuna sem tröllreið íslensku samfélagi á 9. áratuginum.

Lesa meira

Fjarbúafélaginu ætlað að styðja við samfélagið

„Tilgangur félagsins er að styðja við búsetu, mannlíf og þjónustu á staðnum,” segir Þórhalla Guðmundsdóttir, formaður Fjarbúafélags Borgarfjarðar eystra, sem stofnað var fyrir stuttu.

Lesa meira

Von á ítölskum orrustuþotum

Búast má við á að friðurinn yfir Egilsstöðum verði rofinn síðar í vikunni þegar ítalskar orrustuflugvélar verða þar við æfingar.

Lesa meira

Daníel Geir nýr framkvæmdastjóri Franskra daga

Daníel Geir Moritz hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri bæjarhátíðarinnar Franskra daga á Fáskrúðsfirði. Daníel Geir segist hlakka til vinnunnar sem framundan er við að undirbúa hátíð sumarsins.

Lesa meira

Söngleikurinn ádeila nemenda á þriggja ára menntaskólakerfið

„Áhorfendur mega búast við mikilli skemmtun og einnig því að átta sig betur á því um hvað við unglingarnir erum að hugsa,” segir Hildur Vaka Bjarnadóttir Klausen, formaður Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum, en félagið frumsýnir söngleikinn Thriller í leikstjórn Ísgerðar Gunnarsdóttur í Valaskjálf á laugardagskvöldið.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.