„Maðurinn minn skildi ekki hvað var í gangi þegar hann kom heim, en hann er svo vanur allskonar rugli frá mér þannig að hann bara kom og spjallaði við þær,” segir Ingunn Bylgja Einarsdóttir á Egilsstöðum, en hún hitti þrjá stúlkur frá Kanada í verslun á Egilsstöðum í vikunni og endaði með því að bjóða þeim heim til sín og leyfa þeim að smakka þorramat.
Heilbrigðisyfirvöld bíða átekta eftir hvort fram komi mislingasmit. Farþegi með staðfest smit kom austur til Egilsstaða með áætlunarflugi síðasta föstudag.
Ný lög um skipan stjórnar Austurbrúar voru samþykkt á framhaldsaðalfundum stofnunarinnar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) á Egilsstöðum í gær. Stjórnir beggja félaga verða framvegis nánast þær sömu. Formaðurinn vonast til að ekki þurfi að eyða meiri tíma í að ræða stjórnskipulag stofnunarinnar.
Íslendingar geta með góðri samvisku greitt króatíska framlaginu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva atkvæði sitt á vor því móðir söngvarans býr á Egilsstöðum. Þar starfar hún við matreiðslu og skrifar bók í frístundum.