„Þetta árið ætlum við að hverfa aftur til upprunans og halda hátíðina í Egilsbúð, sem hýsti hana frá fyrsta skipti, allt til ársins 2014,” segir Magný Rós Sigurðardóttir, framkvæmdarstjóri þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs.
„Við erum með um það bil 500 hillumetra af skjölum og á annað hundrað þúsund ljósmyndir,” segir Guðmundur Sveinsson, forstöðumaður Skjala- og myndasafn Norðfjarðar, en á morgun verður því fagnað að safnið hafi verið starfrækt í fjörutíu ár.
Samningur við Byggðastofnun um framkvæmd verkefnisins Brothættar byggðir í Breiðdal rann út um áramótin. Það er þar með annað byggðarlagið sem útskrifast úr verkefninu. Ánægja er bæði hjá Breiðdælingum og Byggðastofnun með hvernig til tókst.
„Íþróttin er mjög skemmtileg og og keppnisskapið brýst alveg fram í manni,” segir Dagný Erla Ómarsdóttir, atvinnu-, menningar og íþróttafulltrúi á Seyðisfirði, en fyrir liggur að endurvekja boccia-íþróttina á staðnum í vetur.