Í bílskúr á Egilsstöðum er Víðir Sigbjörnsson að vinna í járn. Hann er mörgum Austfirðingum að góðu kunnu enda hefur hann oft bjargað íhlutum með skömmum fyrirvara ef þeir hafa bilað. Víðir hefur þessar viðgerðir að áhugamáli og telst sjálfmenntaður í faginu.
Nýtt kynningarmyndband fyrir áfangastaðinn Austurland var frumsýnt á ferðasýningunni Mannamótum í morgun en það markar upphaf nýrrar auglýsingaherferðar. Verkefnastjóri segir fyrstu viðbrögð jákvæð og vonir séu uppi um að myndbandið fái mikla dreifingu.
Fiskeldisfyrirtækin Laxar og Fiskeldi Austfjarða stefna að því að bæta verulega í framleiðslu sína á Austfjörðum á árinu. Þörf er á verulegri uppbyggingu á þjónustu í landi.
Í gömlu gripahúsunum á Finnsstöðum í Eiðaþinghá er núna rekið Vélaverkstæði Svans. Orðspor fyrirtækisins er gott enda leita vinnuvélaeigendur og bændur utan Austurlands þangað eftir aðstoð. Eigandinn hefur áhuga á gömlum dráttarvélum og bílum og á sér þann draum að reisa safn sem byggir á tækjum sem hann hefur gert upp.
Höttur náði öðru sætinu í fyrstu deild karla í körfuknattleik af Fjölni með 94-78 sigri þegar liðin mættust á Egilsstöðum í gærkvöldi. Höttur lagði grunninn að sigrum með öflugum öðrum leikhluta.
Ferðaþjónustuaðilar frá öllu landinu fjölmenna nú í lok janúar til höfuðborgarinnar í sjötta skiptið til þess að taka þátt í ferðasýningunni Mannamóti.