Körfuknattleiksmaðurinn Sigmar Hákonarson er íþróttamaður Hattar fyrir árið 2018. Íþróttafólk félagsins var heiðrað á þrettándabrennu á Egilsstöðum á sunnudagskvöld.
Hæ. Ég heiti Hildur Vaka og er formaður leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum. Ég er á sviðslistalínu á listabraut. Mér finnst það svolítið skondið en jafnframt sorglegt að vera hálfnuð með skólagöngu mína við ME þar sem ég var fyrir nokkrum vikum að klára minn fyrsta sviðslistaráfanga.
Myndlistarmaðurinn Tryggvi Ólafsson frá Norðfirði lést í gær eftir erfið veikindi. Tryggvi var í hópi þekktustu og virtustu núlifandi myndlistarmanna þjóðarinnar með sérstæðum og auðþekkjanlegum stíl.
Jörðin Karlsstaðir í Berufirði hefur verið auglýst til sölu. Þar hefur undanfarin ár verið byggð upp lífræn ræktun, ferðaþjónusta og menningarstarf undir merkjum Havarí. Ábúendur reikna alveg eins með að söluferlið geti tekið talsverðan tíma.
„Vefurinn hefur margþættan tilgang. Hann er upplýsingagátt sveitarfélags og grunnskóla, samansafn sagna og myndefnis og auðvitað góður vettvangur fyrir ferðamenn að afla upplýsinga um svæðið og þá þjónustu sem er hér í boði,” segir Hafþór Snjólfur, margmiðlunarhönnuður sem hefur haft veg og vanda af uppfærslu upplýsingavefs fyrir Borgarfjörð eystri.
„Ég er mjög ánægður með þetta, en ég er þeirrar skoðunar að framtíð landsbyggðarinnar sé undir því komin að atvinnulífið sé fjölbreytt og þetta styður svo sannarlega við það,” segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, en Minjastofnun Íslands hlaut á dögunum 21 milljón króna styrk vegna fjarvinnslustöðvar á Djúpavogi.
Austurfrétt hefur staðið fyrir kosningu um Austfirðing ársins frá því að vefurinn hóf göngu sína árið 2012. Nú gefst lesendum tækifæri til að tilnefna þá sem þeir telja eiga heima í kjörinu.