Allar fréttir

Með börnunum hófst nýr og skemmilegur kafli

„Okkur líður rosalega vel í dag, við erum orðin barnafjölskylda,“ segir Hulda Guðnadóttir á Reyðarfirði, sem var í viðtali við Austurgluggann fyrir stuttu. Þar sagði hún meðal annars frá erfiðu tækni- og glasafrjóvgunarferli sem þau hjónin gegnu í gegnum sem og ættleiðingarferli sem reyndi verulega á.

Lesa meira

„Það getur skipt miklu máli að hafa nákvæma ungbarnavog“

Fulltrúar frá Marel færðu fæðingardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað fullkomna ungbarnavog að gjöf á dögunum en fyrirtækið hefur á undanförnum árum gefið fæðingardeildum á landinu á þriðja tug slíkra voga sem leysa af hólmi eldri og ónákvæmari vogir.

Lesa meira

Að allir standi saman um samgöngubætur og láti af hrepparíg

Miðstjórn Ungs Austurlands hefur sent frá sér ályktun þar sem hún lýsir yfir vonbrigðum með rýran hlut Austurlands í samgönguáætlun og að þær samgöngubætur sem Austfirðingum hefur verið lofað færist enn á ný aftar á lista forgangsverkefna. Nauðsynlegt sé að tryggja öruggar samgöngur um fjórðunginn allann, allt árið.

Lesa meira

„Mikil áhersla á sjálfsskoðun í mínum skóla“

„Verkefnið á ég að geyma óopnað fram til ársins 2030, eða í tólf ár, en þá verð ég sjálf 25 ára gömul. Þá get ég séð hvernig ég hugsaði þegar ég var yngri og hvort hugsunin mín varðandi eigin heilsu hafi breyst mikið,“ segir Amalía Malen Rögnvaldsdóttir, 13 ára stelpa ættuð frá Egilsstöðum, um verkefni sem hún vann í skóla sínum í Brussel.

Lesa meira

Matthildur nýr rekstrarstjóri í Valaskjálf

Matthildur Stefanía Þórsdóttir hefur verið ráðin sem nýr rekstrarstjóri Valaskjálf á Egilsstöðum. Hún hefur víðtæka reynslu af viðburða- og ferðaþjónustu bæði hér heima og erlendis.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.