Gert er ráð fyrir 160 milljóna afgangi af rekstri sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs í nýsamþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Mest framkvæmdafé fer í skóla- og íþróttamannvirki.
Fjölskyldan settist niður á aðventunni og horfði saman á teiknimyndina, sem gerð var hér um árið eftir hinni þekktu Jólasögu (A Christmas Carol) eftir Charles Dickens.
Sífellt fleiri eru farnir að huga að því að draga úr bæði streitu og veraldlegri neyslu í kringum jólin. Í því tilliti er ekki orðið óalgengt að fólk afþakki jólagjafir og gefi sjálft umhverfisvænar gjafir eða styrki hjálparstarf í stað þess að eyða háum fjárhæðum í gjafir. Reyðfirðingurinn Snær Seljan Þóroddsson og sambýliskona hans Sólveig Ásta Friðriksdóttir eru í þessum hópi.
Gögn frá fjórum mælistöðvum á Austurlandi verða aðgengileg á nýjum vef sem opnaður var á vegum Umhverfisstofnunar fyrir jól þar sem hægt er að fylgjast með loftgæðum.
Nú fer senn í hönd hátíð ljóss og friðar. Börn og fullorðnir hlakka til. Það er líkt og friðsæld umvefji fólk í aðdraganda jóla og yfir hátíðirnar og má segja að jólaandinn dragi að jafnaði fram bestu eiginleika og kosti fólks. Kærleikur svífur yfir vötnum og hortugheitin rjátlast af harðsvírustu mönnum.
Margir eru fastheldnir á matarhefðir í kringum jól og ekki er óalgengt að síld sé höfð á borðum á þeim tíma, gjarnan marineruð í kryddlegi eða í kaldri mæjónessósu. Smurbrauðsjómfrúin Tinna Rut Ólafsdóttir á Norðfirði hefur sérstakt dálæti á síld og segir að þjóðin ætti að vera miklu duglegri að leika sér með hana sem hráefni.