„Eigendur og starfsfólk hjólaleigunnar Bikes of the Bikes, í samráði við vini og kunningja hér á Tenerife, ákváðu að setja söfnunina af stað þegar fréttist að tryggingar bættu tjónið ekki,“ segir Hafþór Harðarson, fyrrverandi fararstjóri á Tenerife og einn þeirra sem vinnur nú að því að létta undir með eigendum „austfirska“ barsins Nostalgíu eftir að brotist var inn á hann í síðustu viku.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur á síðustu fundum sínum bókað mótmæli gegn fyrirhuguðum niðurfellingum heimreiða í dreifbýli sveitarfélagsins af vegaskrá.
„Við gerðum bara eina risastóra pöntun, svolítið eins og verið væri að kaupa íþróttabúninga á stórt félag,“ segir Stella Rut Axelsdóttir, deildarstjóri sérkennslu í Nesskóla í Neskaupstað, um samstæða kjóla sem kvenkyns starfsmenn við skólann skarta á föstudögum í desember.
Lag Egilsstaðabúans Valgeirs Skúlasonar keppir nú við sjö önnur um hylli landsmanna í jólalagasamkeppni Rásar tvö. Valgeir segir vera ánægjulega tilfinningu að heyra lagið spilað í útvarpinu. Annað lag er í keppninni sem á rætur sínar að rekja til Austurlands.
Gestir á lokahófi verkefnisins „Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi“ voru hvattir til þess að skrifa miða með hugmyndum að því hvernig hægt væri að gera heiminn betri í daglegu lífi í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Körfuknattleiksdeild Hattar hefur rift samningi sínum við miðherjann Pranas Skurdauskas eftir að lögregla hafði afskipti af leikmanninum fyrir ofbeldisbrot.
Garnaveiki hefur greinst í sauðfé frá Þrándarstöðum á Fljótsdalshéraði. Þetta er í fyrsta skipti sem garnaveiki greinist á svæðinu í rúm 30 ár. Allt fé í hólfinu verður bólusett.